Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 173
BÚNAÐARÞING
167
starfa á vegum sjóðfélaga, enda séu skuldabréfin tryggð
með ríkisábyrgð, veði í fasteignum eða álíka tryggileg-
um hætti. Að öðru leyti ávaxtast féð í Búnaðarbanka
Islands og útibúum lians. Þó er sjóðsstjórn heimilt að
víkja frá þessu í þeim byggðarlögum, er Búnaðarbank-
inn hefur ekki útibú í, ef sérstakar ástæður mæla með
því.
8. gr.
Stjórn sjóðsins skal eigi sjaldnar en fimmta livert ár
láta tryggingafræðing rannsaka fjárhag lians. Þyki lion-
um rannsókn sú leiða í ljós, að fjárliagsgrundvöllur sjóðs-
ins sé ótryggur, skal liann gera tillögur til sjóðsstjórnar
um aðgerðir til að efla hann. Sýni rannsóknin liins vegar,
að fjárhagur sjóðsins sé svo góður, að iðgjöld mættu
lækka, skal Iiann atbuga vandlega, Iiversu mikil sú lækk-
un mætti vera, og gera tillögur um það efni lil sjóðs-
stjórnarinnar.
Nú hækkar greiðsluskylda sjóðsins af ófyrirsjáanleg-
um ástæðum, svo liorfur eru á, að árlegar tekjur sjóðs-
ins hrökkvi ekki fyrir ársútgjöldum hans, og er þá Stofn-
lánadeild landbúnaðarins skylt að leggja fram óaftur-
kræft fé fyrir því, sem á vantar, þar til úr verður bætt
skv. ákvæðum þessarar greinar.
Sjóðsstjórnin má aldrei lækka iðgjöld meira en trygg-
ingafræðingur hefur lagt til, að gert yrði.
9. gr.
Bændur, sem eru sjóðfélagar, á aldrinum 20 ára og eldri,
greiði iðgjald, sem liér segir:
a) 1. ár eftir gildistöku laganna greiða kvæntir bænd-
ur, sbr. 1. málsgr. 3. gr., 0,5% af samanlögðu dagvinnu-
kaupi bóndans og búsfreyjunnar, skv. haustverðgrund-
velli, en ókvæntir bændur 0,5% af dagvinnukaupi bónd-
ans eins.