Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 174
168
BUNAÐARRIT
b) Á sama hátt skal innlieimta af öllu húvöruverði
til framleiðenda 0,5% af dagvinnukaupi bóndans og hús-
freyjunnar.
c) Fastráðnir launþegar sbr. 2. málsgr. 3. gr. skulu
greiða á 1. ári eftir gildistöku laganna 1% af umsömdu
kaupi.
Iðgjöld samkvæmt a), b) og c) lið hækka um sama
hundraðshluta í þrjú ár, þar til persónuiðgjald bænda
er orðið 2% á ári og launþega 4% á ári og lielzt óbreytt
úr því, sbr. þó 8. gr.
Á móti framlagi bænda og launþega shr. a), b) og c)
lið þessarar greinar, skal innheimta af verði landbún-
aðarvara á 1. ári eftir gildistöku laganna 1,5% gjald af
tilsvarandi launaupphæð, og er heimilt að hækka útsölu-
verð allra búvara, sem þessu nemur.
Gjald þetta liækkar um sama hundraðshluta í þrjú
ár, þar til það er orðið 6% af launaupphæðum skv. a),
b) og c) lið greinarinnar, helzt síðan óbreytt úr því,
sbr. þó 8. gr.
Þeir aðilar, sem taka húvörur bænda til sölumeðferð-
ar, svo sem mjólkurbú, sláturhús og verzlanir, skulu
innheimta búvörugjald skv. þessari grein eftir fyrirmæl-
um sjóðsstjórnar og standa skil á því minnst tvisvar á
ári til liennar eða þess aðila, er hún vísar á. Vanskil á
greiðslu varða réttindamissi hjá viðkomandi bændum.
Sömu aðilum er skylt að innheimta af búvöruverði
persónuleg iðgjöld sjóðfélaga eftir vísun livers þeirra.
Búnaðarfélög skulu í uppliafi livers árs gera skrá yfir
sjóðfélaga og senda hana til sjóðstjórnar eigi síðar en
15. febrúar ár hvert, ásamt upplýsingum um, livaða sölu-
aðili greiðir iðgjöld þeirra.
Verði breytingar á sjóðfélagaskrá viðkomandi búnað-
arfélags á árinu, ber félagsstjórn að tilkynna sjóðstjórn
það strax.
Sjóðfélagar bera eigi ábyrgð á skuldbindingum sjóðs-
ins, nema með iðgjöldum sínum.