Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 181
BÚNAÐARÞING
175
„Búnaðarþing telur nauðsyn að athuga til lilítar,
livernig bændur geta, á hagkvæmastan hátt, orðið aðilar
að almennum lífeyrissjóði eða stofnað sérstakan lífeyris-
sjóð fyrir bændastéttina.
Því samþykkir þingið að kjósa þriggja manna milli-
þinganefnd, til þess að atliuga þetta mál, og gera, ef
ástæða þykir, tillögur um aðild bænda að lífeyrissjóði.“
Þingið kaus eftirtalda menn til að starfa að könnun
og undirbúningi málsins: Sigurð J. Líndal, Lárus Ág.
Gíslason og Gunnar Guðbjartsson.
Á aðalfundi Stéttarsambands bænda í septembermán-
uði sl., sem baldinu var að Reykjaskóla í Hrútafirði, var
samþykkt svofelld ályktun:
„Aðalfundur Stéttarsambands bænda að Reykjaskóla
1969 skorar á stjórnina að taka þegar upp baráttu fyrir
stofnun lífeyrissjóðs bænda þannig að þeir liafi tryggan
lífeyri, þegar þeir hætta störfum vegna aldurs.
Bendir fundurinn í því sambandi á framlag bænda í
Stofnlánadeild landbúnaðarins frá uppliafi ásamt mót-
framlagi annarra aðila, sem stofnfé í sjóðinn.“
Síðan befur nefnd Búnaðarþings og stjórn Stéttar-
samhands bænda unnið sameiginlega að könnun málsins
og tillögugerð.
Leitað liefur verið stuðnings landbúnaðarráðherra, og
fyrir bans ósk liefur Guðjón Hansen tryggingafræðingur
unnið með nefndinni að ýmsum atliugunum.
Aflað var upplýsinga um, bvernig lífeyrisgreiðslum til
bænda verði báttað í Svíþjóð og Finnlandi.
1 Svíþjóð er bændum með sérstökum skilyrðum beim-
ilaður aðgangur að almennum lífeyrissjóði. En í Finn-
landi er verið að lögfesta sérstakan lífeyrissjóð fyrir
bændur landsins, sem á að taka gildi á næsta ári. Þar er
gert ráð fyrir, að ríkið greiði lielming lífeyrisins.
Áðurnefndir aðilar, milliþinganefnd Búnaðarþings og
stjórn Stéttarsambands bænda, fólu þrem mönnum að
gera drög að frumvarpi um lífeyrissjóð bænda, og var