Búnaðarrit - 01.01.1970, Síða 185
BÚNAÐARÞING
179
„Söluverð landbúnaðarvara á innlendum markaði mið-
ast við ]>að, að lieildartekjur þeirra, er landbúnað stunda,
verði í sem nánustu samræmi við tekjur annarra vinn-
andi stétta.“ 1 annarri málsfírein 4. gr. nefndra laga eru
svo fyrirmæli um það, livernig kaupgjald bóndans og
verkafólks bans skuli fundið, en í þriðju málsgrein segir
svo:
„Til kaupgjalds teljast bvers konar samningsbundin
fríðindi.“
Með tilvísun til þessara ákvæða eiga bændur lagalegan
rétt til, að fé til lífeyrisgreiðslna og stofnunar lífeyris-
sjóðs sbr. kaupgjaldssamningana frá sl. vori verði tekið
af afurðasölu frá ársbyrjun 1970.
En með því að atvinnurekendur og launþegar greiða
ekki þann lífeyri, sem farið verður að greiða við næstu
áramót, lieldur atvinnuleysistryggingasjóður að 75% og
ríkissjóður að 25%, þykir tæpast fært að leggja það á
afurðaverðið innanlands til viðbótar þeirri greiðslu, sem
þarf að taka til að byggja upp þann sjóð, sem tekur við
lífeyrisgreiðslum 1. janúar 1986, og er sambærileg við
það, sem launþegar og atvinnurekendur taka á sig frá
næstu áramótum.
Því þvkir rétt, að greiðslur vegna ákvæða II. kafla
]iessa frumvarps komi frá ríkissjóði að 62,5 hundraðs-
hlutum. Það er þannig fundið, að 25% er sambærilegt
við beint framlag ríkissjóðs til launþegatrygginganna og
svo greiðir ríkissjóður 50% af tillagi atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs til lífeyrisgreiðslnanna, en liefur ekki áður
tekið á sig neina liliðstæða kvöð fyrir bændastéttina, því
þykir rétt að leggja til að liann taki nú liliðstæða kvöð
vegna lífeyristrygginga bænda um tiltekið árabil. En
Stofnlánadeild landbúnaðarins greiði binn hlutann, sem
á vantar, eða 37,5%, sem gengi í þann stofn, sem þeir
bændnr, er þessa lífeyris koma til með að njóta, liafa
greitt til liennar af búvörnm sínum undangengin ár. Því
til viðbótar þarf Stofnlánadeildin, eins og áður segir, að