Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 198
192
BUNAÐARRIT
Mál nr. 10
Tillögur um breytingar á lögum nr. 51/1964 um tekju-
stofna sveitarfélaga. Frá millifnnganefnd Búna&arþings.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt
var með 24 samhljóða atkvæðum:
I.
Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags íslands að gera
allt, sem unnt er, til þess að fá fram þær breytingar á
II. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga, að sveitar-
sjóðir fái með fasteignaskatti uppborin öll bein útgjöld,
er þeir hafa vegna verðmætaupphæða fasteigna innan
hvers sveitarfélags, og í annan stað, og ekki síður, að
hvert sveitarfélag fái skatt af tekjum eða tekjuverðmæt-
um, er myndast af fasteignum innan sveitarfélagsins, en
eru í eigu utansveitarmanna. Bendir þingið á, að til þess
að tryggja sveitarfélögunum gjald eða skatt af þeim tekj-
um eða tekjuverðmætum, muni sú aðferð lieppilegust,
sem lögð er til í breytingartillögum nefndar þeirrar, er
kosin var á síðasta Búnaðarþingi til að fjalla um þessi
mál, j). e. að leggja viðbótarskatt á mismunandi stigum
á fasteignir, einkum hlunnindaeignir, sem heimilisfastir
íbúar sveitarfélags jiess, er eign liggur í, njóta ekki
tekna af.
Ennfrcmur felur Búnaðarjiing stjórn Búnaðarfélags
Islands að beita sér fyrir því í samvinnu við Samband
íslenzkra sveitarfélaga, að bætt verði úr ýmsum öðrum
ágöllum laga um tekjustofna sveitarfélaga, jiar sem víða
hallast á sveitarfélög strjálbýlisins, svo sem með jiví að
undanþiggja aðstöðugjaldi verzlun með fóðurvörur og
áburð, eins og á er bent í tillögum fyrrgreindrar nefndar.
Einnig að athugað verði, livort ekki eigi að hreyta út-
hlutunarreglum Jöfnunarsjóðs á þá lund, að þau sveitar-
félög, sem lakari möguleika hafa til tekjuöflunar vegna
minni álagningarstofna, fái hærra gjald úr sjóðnum á
hvern íbúa en þau, er betri öflunarmöguleika liafa.