Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 227
BÚNAÐAKI’ING
221
vaxtabréf þau, sem jiefin eru eða pefin verða út til að
breyta lausaskuldum bænda í föst lán. Skylda Seðla-
bankans verði að kaupa öll bréfiu á nafnverði á næstu
fjórum árum, samkvæmt reglum, sem þar um verði
settar.
GreinargerS:
Það veit liver maður, sem eitthvað befur kynnt sér fjár-
liagsmál landsmanna, að skuldir bænda, einkum lausa-
skuldir, bafa aukizt mjög hin síðari ár, að nokkru vegna
slæms árferðis í verzlun og veðráttu, en einnig vegna
lítilla eða mjög ónógra lánsmöguleika lijá lánastofnun-
um, einkum lijá Stofnlánadeild landbúnaðarins og Veð-
deibl Búnaðarbankans. Lán til íbúðarlmsabygginga í
sveitum bafa lækkað stórlega í blutfalli við byggingar-
kostnað, og er þar gífurlegt misræmi milli lánsupphæða
Stofnlánadeildar landbúnaðarins annars vegar og Hús-
næðismálasjóðs ríkisins liins vegar. Bilið á milli stofn-
lánamöguleika til byggingarframkvæmda og annarrar
fjárfestingar í sveitum, þar með talin vélakaup, og kostn-
aðar er gífurlegt. Því hefur svo farið, að bændur liafa
orðið skuldugir verzlunum eða einstaklingum fyrir þess-
um kostnaði, eða þeir bafa tekið víxillán í bönkum og
sparisjóðum. Tekjur bænda liafa hins vegar hvergi nærri
dugað lil að greiða vexti og afborganir af þessum geysi-
dýru lánum, og þeir liafa því orðið vanskilamenn. Fjöl-
margir lnisbyggjendur í kaupstöðum bafa bins vegar átt
kost á lánum til langs tíma úr lífeyrissjóðum, og skilur
bér mjög á milli þeirra og bænda.
Lögum um breyting á lausaskuldum bænda í föst lán,
nr. 31, 2. maí 1969 var ætlað að gera hér leiðrétting á.
Lögin sjálf eins og þau voru endanlega samþvkkt, reglu-
gerð um þau og framkvæmd þeirra liefur ]>ó orðið með
þeim bætti, að stórlega hefur dregið úr gildi þeirra fyrir
bændur frá því, sem þeir böfðu vonazt eftir og nauðsyn
bar lil, og ]>á einkanlega fyrir þá, sem verst voru stæðir