Búnaðarrit - 01.01.1970, Síða 228
222
BÚNAÐARRIT
og mest þurftu með. Reglugerð um lögin, sem gefin var
út 9. júlí 1969, kvað svo á, að bankavaxtabréf þau, sem
lögin gerðu ráð fyrir, að gefin skyldu út, skyldu aðeins
afhent í lausaskuldir bænda vegna framkvæmda þeix-ra á
árunum 1961—1968, og enginn fengi lausaskuldalán, ef
hann væri í vanskilum við Stofnlánadeild landbúnaðar-
ins, var bændum tilkynnt þetta rækilega og umsóknar-
frestur ákveðinn til 1. nóvember. Síðar var þetta ákvæði
þó rýmkað með reglugerðarbreytingu og umsóknarfrest-
ur lengdur um 10 daga. Breyting þessi var mjög slælega
eða alls ekki auglýst og fór því fram lijá fjölda bænda.
Af þessum sökum og fleirum sóttu bændur alldræmt um
þessi lán, einnig meðfram af því, að þeir, sem banka-
vaxtabréfin hlytu að taka upp í skuldir, áttu mjög óbægt
með að losna við þau, því að ekki var lögfest, að Seðla-
bankinn væri skyldur að kaupa bréfin, lieldur mátti
búast við, að eigendur þeirra yrðu að liggja með þau að
meira eða minna leyti, unz þau yrðu dregin út.
Stjórn Búnaðarfélags Islands benti á það, er leitað var
umsagnar hennar um frumvarp að margnefndum lögum,
að bændum dyggði alls ekki sú aðstoð, sem fólst í fyrr-
greindu frumvarpi, ef samþykkt yrði í þeirri mynd, er
það lá fyrir, og var þó ekki vitað þá, að vaxtakjörin yrðu
eins óhagstæð og á daginn kom. Taldi stjórnin líklegt,
að til skuldaskila yrði að koma hjá ýmsum og að ríkis-
valdið ætti að lijálpa til þess, að þau yrðu sem bag-
felldust bændum. Sama kom fram í áliti Harðærisnefnd-
ar. Aðalfundur Stéttarsambands bænda, er lialdinn var
á sl. sumri, mótmælti reglugerðinni, er sett var um lögin,
og m. a. hinum liáu vöxtum bankavaxtabréfanna. Nokkru
síðar var reglugerðinni að vísu breytt, en ekki hirt um að
tilkynna það eins og fyrr segir. Raunin hefur orðið sú,
að vegna mjög ónógra auglýsinga eða kynningar um skil-
vrði fyrir láni og umsóknarfrest, liafa ýmsir bændur
ekki sótt um lán og það enda þótt Veðdeild Búnaðar-
bankans muni hafa tekið á móti umsóknum til þessa