Búnaðarrit - 01.01.1970, Side 238
232
BÚNAÐARRIT
félagi. Það er liæpið að setja ákvæði til að bægja þeirri
hættu frá, ef þau leiða af sér augljóst misrétti fyrir
ábúendur nýbýla, sem stofnuð verða í framtíðinni.
2. Búnaðarþing 1969 benti á, að ranglátt er að ætlast til,
að framlag veiðifélaga verði ríkur þáttur, eða jafnvel
önnur meginuppistaðan í fiskræktarsjóði. Það er auð-
velt að sýna fram á, að mestur bluti þeirra veiðifélaga,
sem nú eru í landinu, liafa sáralitla möguleika til að
njóta neinna beinna liagsbóta af starfi sjóðsins, eins
og honum er markað svið í frv.; í mesta lagi að fram-
lög sjóðsins kynnu að lækka eitthvað verð á seiðum
frá klakstöðvum, sem hann styrkti. Hins vegar má vel
líta svo á, að fjármagn sjóðsins fari til að efla keppi-
nauta þeirra veiðifélaga, sem fyrst yrðu skattlögð til
hans. I gildandi lögum er kveðið á um styrk til fisk-
ræktar úr ríkissjóði. Með þessu frv. virðist ætlunin að
velta þeirri skyldu að nokkru yfir á aðra. Bændur
felldu sig illa við stofnlánadeildargjaldið, þegar það
var lagt á tekjur þeirra, ekki af því að þeir teldu ekki
nauðsyn að fjármagna lánastofnanir fyrir landbúnað-
inn, beldur vegna þess að þeir töldu níðzt á sér með
því að leggja á sig byrðar vegna framtíðaruppbygg-
ingarinnar, langt umfram aðra þegna. Með ákvæðinu
um skattlagningu á tekjur veiðifélaga er farið í sömu
slóð, nema að því leyti verr, að bér yrðu margir skatt-
greiðendur nær útilokaðir frá því að njóta sjóðsins.
Búnaðarþing 1969 vildi þó ekki spilla samkonndagi
um þarft málefni með því að liafna með öllu skatti
þessum, en lagði til, að hann yrði ekki nema 1% skírra
veiðitekna. Lengra er fráleitt að ganga.
Þá befur ekki verið tekin upp í frv. tillaga Búnaðar-
þings 1969 um, að verksvið fiskræktarsjóðs næði til
þess að styrkja, allt að þriðjungi kostnaðarverðs, flutn-
ing seiða í ár og vötn, sem áður voru fisklítil eða fisk-
laus. Hins vegar skýtur það mjög skökku við, að í 7.
gr. frv. er nýtt ákvæði um að greiða megi úr fiskrækt-