Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 245
LANDBLNAÐU RIN N
239
Er fénaði var sleppt af gjöf og túnum, voru liey víðast
livar til þurrðar gengin og tún uppnöguð, þx-átt fyrir
að veturinn hafði verið snjóléttxxr og beit víða verið
notuð til lieysparnaöar. Sumir bændur munu vai-la liafa
haldið út nógu lengi með gjöf handa lambám. Þrennt
orsakaði, live hey gengu upp. 1 fyrsta lagi voru hey með
minna móti víða norðanlands og með lakasta móti
sunnan- og suðvestanlands, þótt þaxx væru þar mikil að
vöxtum. 1 öðru lagi var gjafatíminn langur og í þriðja
lagi kynokuöu bændur sér við að gefa kjarnfóður vegna
þess, live það hækkaði í verði eftir gengisfellinguna í
nóvember 1968. Gerðu margir sér mikinn skaða með
þeim sparnaði, fengu minni afurðir og gáfu upp heyin.
Bændur báru flestir á tún sín í fyrri hluta júní. Var
þá enn víða grunnt á klaka og jarðvegur blautur, enda
stórrigningar öðru livoru. Þótt júní væri aðeins lilýviðra-
samari en í meðallagi, var grasvöxtur með afbrigðum
lélegur á sunnan- og vestanverðu landinu, en góður á
Norður- og Norðausturlandi, eftir að hlýnaði. Sprettu-
leysið sunnan- og suðvestanlands var með eindæmum og
erfitt að skýra það að fullu. Aðalástæðurnar rnunu vera
þrjár. 1 fyrsta lagi koxn þar víða í ljós, að tún voru
stórkalin, einkum nýræktir og góð tún, sem aðeins lifnaði
nál í í aprílþíðunum. I öðru lagi virtist áburður liafa
skolazt burtu á stærri eða minni spildum í túnum. Bar
mjög á grasleysi í spildum, sem borið var á rétt áður en
stórrigningar gerði. I þriðja lagi var jarðklakinn óvenju
djúpt í jörð, svo að sunnanlands lxélzt liann víða í jörð
til ágústloka og í sumum mýratúnum þiðnaði hann aldrei
til fulls, eða a. m. k. ekki fyrr en komið var fram á liaust.
1 júlí var liiti meira en 1°C undir meðallagi, en í ágúst
var hann yfir meðallagi, einkum norðanlands. Grasvöxt-
ur á óskemmdu landi varð ágætur á Norður- og Norð-
austurlandi, og gamlar kalskemmdir þar náðu sér furðan-
lega er leið á sumarið, en á Suðvestur- og Suðurlandi
varð spretta á túnum með eindæmum léleg. Á Mið-