Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 246
240
BÚNAÐARRIT
norður- og Norðausturlandi og á Fljótsdalsliéraði var
lieyskapartíð ágæt allt sumarið. Á vestanverðu Norður-
landi allt til Eyjafjarðar var úrkomusamt og erfitt með
lieyþurrka, og liorfði það til vandræða, er kom vestur í
Húnavatnssýslu, einkum þó í Vestursýslunni. Allt frá
júníbyrjun til veturnótta ríkti fádæma óþurrkatíð um
Vestur-, Suður- og Suðausturland. Slíkt óþurrkasumar
man enginn síðan 1913. 1 fyrri hluta júlí voru þó nokkrar
þurrkflæsur á þessum svæðum, en komu fáum að notum,
vegna þess að tún spruttu svo seint og illa, að fáir gátu
byrjað slátt fyrr en eftir miðjan júlí og sumir ekki fyrr en
í byrjun ágúst. 1 vesturliluta A.-Skaftafellssýslu náðust þó
alllmikil bey í þessum júlíflæsum, og stöku bóndi víða um
Suðurland náði þá nokkrum kýrfóðrum. Sums staðar liélzt
varla nokkur dagur þurr frá miðjum júlí til veturnótta,
en á öðrum stöðum héldust tvívegis eða þrívegis einn
til þrír dagar þurrir, og tókst þá að bjarga miklu beyi,
en sumu illa verkuðu. Sums staðar á Vestfjörðum, í
Dalasýslu og á Miðsuðurlandi var veðráttan aðeins liag-
stæðari til heyskapar en á Snæfellsnesi, Borgarfirði og
Kjalarnesþingi og vestanverðri Árnessýslu. Ástandið var
mjög slæmt á Suðurlandi þar til í síðustu viku ágúst, að
þurrka gerði í nokkra daga, og náðu bændur þá veru-
legu heymagni, en bæði liröktu og úr sér sprottnu. Sumir
gerðu sér skaða með því að eiga ekki nóg gras laust,
þegar flæsur gerði. Það var of seint að fara að slá, þegar
rofaði til. Sumir björguðu miklu með votheysgerð bæði
í venjulegum votlieysgeymslum og með því að taka ýmist
lieilar þurrheyshlöður eða bluta úr þeim undir votliey.
Of fáir notuðu sér þó þetta úrræði. Allir biðu eftir hin-
um langþráða þurrki, en liann kom aldrei. Orfellin juk-
ust, er leið á liaustið. Stærri og minni svæði af túnum
á Suðurlandi voru aldrei slegin m. a. vegna þess, að
ómögulegt var að komast um þau með nauðsynlegar
vélar. Óbemju magn af lieyi ýmist flötu, í drýli eða sæti
lenti undir snjó, og varð mikið af því ónýtt með öllu.