Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 249
LANDBÚNAÐURINN
243
enda var heyskapartíðin mun betri í Skagafirði en í
Húnavatnssýslum og enn verri var hún í Vestur-Húna-
vatnssýslu en í Austursýslunni. Nokkra bændur í flestum
hreppum Húnavatnssýslna og í innhluta Skagafjarðar
vantaði þó nokkuð á að eiga 80% af venjulegu lieymagni
á sl. liausti. Á Vestfjarðakjálkanum og í Dalasýslu var
heyskapur mjög misjafn eftir sveitum og hjá einstökum
bændum innan sömu sveitar. Spretta á þessu svæði varð
víða allsæmileg á óskemmdu landi, en sums staðar léleg,
en lieyskapartíð mjög óhagstæð. Þeir, sem treystu á
votlieysgerð, eins og margir Strandamenn og Isfirðingar
gera, höfðu flestir sæmilegan fóðurforða í haust, en hjá
öðrum var liann misjafn að magni og gæðum. Á Snæ-
fellsnesi, í Borgarfirði og á Suðurlandi öllu og í suður-
hluta Suður-Múlasýslu varð heyskapur með eindæmum
lélegur, þótt mikill munur væri í þeim efnum hjá ein-
stökum bændum. Allmargir bændur liöfðu minna en
hálfan meðallveyskap, en aðrir frá hálfum heyskap og
allt að því upp í meðallieyskap að vöxtum. En auk þess
er meirihluti lieyjanna hjá flestum mjög lélegt fóður,
hæði úr sér sprottið og lirakið. 1 Austur-Skaftafellssýslu
varð heyskapur víða allsæmilegur að vöxtum, og all-
mikið náðist þar af vel verkuðum heyjum í júlí, einkum
í Öræfum.
Er komið var fram í september og augljóst var, að hey-
skapur á sunnan- og vestanverðu landinu yrði í senn
lítill að vöxtum og lélegur að gæðum vegna grasleysis
og óþurrka, endurskipaði landhúnaðarráðlierra að ósk
Búnaðarfélags Islands Harðærisnefnd þá, sem starfað
liafði tvö undanfarin ár, en liafði skilað af sér vorið 1969.
Nefndin hagaði störfum á sama hátt og árin á undan.
Hún liélt fund hinn 11. sept. með oddvituin, búnaðar-
sambandsstjórn og ráðunautum á Suðurlandi til að kynn-
ast ástandinu í lieyskaparmálum og ræddi liugsanleg
úrræði, skýrði frá því, livernig liún liyggðist liaga vinnu-
hrögðum og óskaði samvinnu við bændur og sérstaklega