Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 258
252
BUNAÐARRIT
klakanum. Því miður mun sums staðar hafa gengið um
of á heyforðann fyrstu tvo mánuði vetrarins, vegna þess
að sumir hafa ekki gætt þess í byrjun að gefa nægilega
mikið af kjarnfóðri, en spara sem mest liey, og í sumum
tilfellum létu bændur fé liggja of iengi úti án nokkurrar
aðhlynningar og liafa látið það leggja af um of. Meiri-
hluti bænda mun þó hafa lekið liina réttu stefnu að taka
fé til lijúkrunar strax og vetur lagðist að og gefa því
kjarnfóður eftir þörfum og sparað hey, eftir því sem
kostur var á. Mikil bót er í máli, að verðlag á innfluttu
kjarnfóðri er nú liagstætt miðað við' afurðaverð.
Bændur allir, forsvarsmenn þeirra heima fyrir og ráðu-
nautar þeirra, bæði héraðsráðunautar og ráðunautar Bún-
aðarfélags Islands, verða að leggjast á eitt með að koma
fénaði fram í vor svo vel, að liann skili afurðum. Takist
á þessu ári að verjast felli eða afurðatjóni vegna vanfóðr-
unar, má þakka það aukinni fagþekkingu í húskap, fé-
lagsþroska og samhjálp bænda og slarfsmanna þeirra,
þ. e. ráðunautanna.
Búnaðarfélag Islands hefur senl leiðbeiningabréf um
fóðmn nautgripa og sauðfjár til allra bænda á óþurrka-
svæðunum, þar sem sérstaklega er litskýrt, livernig hagan-
legast er að haga kjarnfóðurgjöf til lieysparnaðar. Vona
ég, að bændur liafi gagn af þeim leiðbeiningum, og
spari ekki að leita ráða hjá ráðunautunum um allt, er
fóðrun varðar.
Oddvitar og aðrir forsvarsmenn sveitanna verða að
vera vel á verði og sýna fyllsta félagsþroska, til að vel
fari. Þeir verða að gæta hins veikasta bróður eigi síður
en hinna, sem meira mega sín. Aukaskoðanir og strangt
eftirlit forðagæzhnnanna með því, að fénaður sé sæmi-
lega fóðraður og heyjum ekki eytt of ört, svo liætta
verði á heyleysi í vor, er bráð nauðsyn, einkum lijá þeim
sem minnst hey eiga og sakir fátæktar eiga erfitt með að
kaupa nægilegt kjarnfóður.
Margir oddvitar hafa rætt þessi mál við ntig í vetur