Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 263
LANDBÚNAÐURINN 257
um þessara mála, enda eru margar orsakir kals vel
þekktar, en fá ráð eru enn til að fyrirbyggja kal.
1 byrjun ágúst sl. sumar skipaði landbúnaðarráðlierra
7 manna nefnd til að gera tillögur í þessu máli. Þrír
nefndarmanna eru valdir af Rannsóknastofnun landbún-
aðarins, allir sérfræðingar á sviði jarðræktar, þrír eru
valdir af Búnaðarfélagi Islands, allir ráðunautar í jarð-
rækt, en formann skipaði ráðlierra án ábendingar, Pálma
Einarsson, fyrrverandi landnámsstjóra, þjóðkunnan dugn-
aðarmann. Nefndin hefur ekki enn skilað álili eða gert
nokkrar tillögur um endurvinnslu kalinna túna eða
annað varðandi ræktunarmálin. Hins vegar ritaði nefnd-
in Búnaðarfélagi Islands bréf 27. október 1969 og óskaði
eftir, að lialdin vrði í vetur rúðstefna með ráðunautum
búnaðarsambanda og Búnaðarfélags Islands og sérfræð-
ingum og tilraunastjórum Rannsóknastofnunar landbún-
aðarins, þar sem þessir aðilar ræddu málin og bæru
saman bækur sínar. Búnaðarfélag Islands féllst strax á
þetta, og verður ráðstefnan baldin um miðjan febrúar.
Vonandi skýrast þá málin nokkuð. Annars óttast ég ekki
svo mjög afleiðingar kalsins, svo framarlega sem árferði
batnar. Gróðrarmáttur íslenzkrar moldar er undra mikill,
ef tíðarfar er sæmilegt eða gott, og við búum nú þegar
yfir allmikilli þekkingu um ræktun túngrasa og græn-
fóðurs, þótt miklu þurfi að auka við liana. Sama gildir
um heyverkun. Við lærum mikið á öðru eins óþurrka-
sumri og sl. sumar. Við verðum nauðugir viljugir að
nota votlieysgerð, þegar óþurrkar keyra úr liófi, en bíða
ekki of lengi eftir þurrki. Víða þarf ekki einu sinni að
fjárfesta í nýjum votlieysgeymslum, heldur gera votbey í
þurrheysgeymslunum.
Öll él birtir upp um síöir. Þessi liarðindakafli mun
einnig taka enda, þótt við sjáum enn ekki fyrir endann
á honum.
Þótt þrengi óþægilega að fjárhag bænda, vona ég, að
þeim takist að yfirstíga erfiðleikana, lialda í jarðir sínar
17