Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 274
268
BÚ NAÐAR RIT
Bárð'flæla og í Sf. Gaulverjabæjarhrepps, Árnessýslu.
Ær vegnar bæði vor og liaust þyngdust að jafnaði um
6.4 kg eða 1.0 kg minna en árið áður. I tveimur félögum
léttust ærnar, en í 8 félögum þyngdust þær meira en
10.0 kg. Mest þyngdust ærnar í Sf. Mýrahrepps í Austur-
Skaftafellssýslu, 11.9 kg frá liausti til vors.
Frjósemi ánna var svipuð og síðastliðið ár, 155 lömb
fæddust eftir bverjar 100 ær og 147 komu til nytja, en
fyrir árið í fyrra voru tilsvarandi tölur 156 og 148, sjá
töflu 1. Nú voru 0.6% ánna fleirlembdar og 1.9% voru
geldar, sem er að hundraðshluta það sama og í fyrra.
Til nytja komu nú 147 lömb eftir hverjar 100 ær, sem
er einu lambi minna en í fyrra. Nú fórust 3065 lömb
frá fæðingu til liausts, eða 5.44%, cn 1965—’66 fórust
5.28% og 1964—’65 fórust aðeins 4.90% lambanna frá
fæðingu til hausts. Lambavanhöldin virðast því aukast
ár frá ári, ef þessar tölur gefa rétta mvnd af ástandinu.
Hitt getur einnig hugsazt, að tölur síðari áranna gefi
réttari mynd af binu sanna, þar eð fleiri og fleiri taka
allar ær sínar í félögin, en fyrst þá fæst rétt lýsing á því,
sem gerist.
I þremur félögum fæddust 180 lömb eða fleiri eftir
100 ær. Mest var frjósemin í Sf. Austra í Mývatnssveit,
185 lömb fædd eftir liverjar 100 ær, en fast á eftir kemur
Sf. Mývetninga með 184 lömb fædd eftir liverjar 100 ær
og þriðja í röðinni var svo Sf. Hólmavíkurbrepps með
180 lömb fædd eftir 100 ær. 1 Sf. Austra koma einnig
flest lömb til nytja eða 182 eftir 100 ær. Næst og jöfn
eru Sf. Hólmavíkurhrepps og Sf. Mývetninga með 177
lömb til nytja eftir hverjar 100 ær.
f einu félagi fæddust færri en 110 lömb á hverjar 100
ær, og í sama félagi komu aðeins 96 lömb til nytja eftir
hverjar 100 ær. f öðru félagi komu 98 lömb til nytja
eftir hverjar 100 ær, en alls voru sex félög, þar sem
færri en 120 lömb komu til nytja eftir hverjar 100 ær.