Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 279
SAUÐF JÁRRÆKTARFÉLÖGIN
273
1 töflu 3 eru gefnar meðalafurðir eftir sýslum og fjöldi
skýrslufærðra áa í hverri sýslu. Þetta árið eru meðalaf-
urðir eftir tvílembu yfir 30.0 kg í tveimur sýslum. I
Norður-lsafjarðarsýslu eru þær liæstar, eins og síðast,
31.0 kg. Næsthæstar eru þær í S.-Þingeyjarsýslu, 30.7 kg.
Skýrslufærðar ær eru 76 í N.-lsafjarðarsýslu, en 5122 í
S.-Þingeyjarsýslu. Þriðju og fjórðu eru Strandamenn og
N.-Þingeyingar með 29.9 og 29.7 kg eftir tvílembuna. Mest-
ur reiknaður fallþungi einlembinga er í Suður-Þingeyjar-
sýslu 18.3 kg. Suður-Þingeyingar eru einnig liæstir með
afurðir eftir á með lambi 27.4 kg, og eftir hverja á eru
þeir jafnir N.-Isfirðingum með 26.7 kg. Næstir koma
Strandamenn og Norður-Þingeyingar. Árið 1965—’66
voru Suður-Þingeyingar hæstir með 25.1 kg eftir liverja
á, en nú 26.7 kg eins og fyrr segir. Flestar félagsær, eins
og í fyrra, hafa Árnesingar 5958, en liöfðu 5145 árið
1965—’66. Þeim hefur því fjölgað um 813. Næstir koma
Suður-Þingeyingar með 5122 ær, en voru með 4734 í
fyrra, þá koma Snæfellingar í 3ja sæti með 4197 ær á
skýrsluin. í Strandasýslu, Norður-Þingeyjarsýslu og Aust-
ur-Skaftafellssýslu er einnig margt fé á skýrslum. Samtals
er fé á skýrslum í þessum 6 sýslurn 25.417 eða 66% alls
fjár í félögunum.
Tafla 4. Félagsmenn, sem liöfSu 90 cer eða fleiri á skýrslu og
framleiddu 22 kg af dilkakjöti eSa meira
eftir vetrarfóSraSa á áriS 1966- -67
Tala Nafn og heimili Tala Til nytja Eftir
Sauðfjárræktarfélag áa að hausti hverja á
1. Þorsteinn, Reyðará .... Lónsmanna 132 174 33.0
2. Jón o. fl., Skútustöð'uin.. Mývetninga 176 182 30.4
3. Þórir, Baldursheimi .... Mývetninga 114 187 29.7
4. Sigurður, Grœnavatni . . Mývetninga 128 182 29.4
5. Þór, Hálsi, Hálshreppi .. Hálslirepps 116 172 29.3
6. Baldur, Baldursheimi .. Mývetninga 96 180 29.0
7. Björn, Smáhömrum .... Kirkjubólslir 94 170 28.2
8. Steingrímur, Litluströnd Mývetninga 121 180 28.2
18