Búnaðarrit - 01.01.1970, Síða 281
SAUÐFJÁRRÆKTARFÉLÖGIN
275
Tala Nafn og heimlli Sauðfjárrœktarfélag Tala áa Til nytja að hausti Eftir hverja á
51. Guðmundur, Hrafnlióli . Hólabrcpps 123 142 22.7
52. Félagsbúið Dal Miklaholtshr. ... 208 143 22.4
53. Holtaselsbúið . Mýrahrepps 101 149 22.4
54. Gísli, Kjamholtum .... Biskupst.hr 220 155 | 22.3
55. Arnór, Eiði Eyrarsveitar 99 145 22.0
56. Ólafur, Sveinsstöðum . Sveinsstaðahr. 128 131 22.0
57. Eggert, Laxárdal Þistill 184 135 22.0
1 töflu 4 er gefið yfirlit yfir afurðir félagsmanna fjár-
rœktarfélaganna, sem höfðu 90 ær eða fleiri og fram-
leitldu 22.0 kg af dilkakjöti eða meira eftir hverja á. Árið
1965—’66 var á þessum lista 31 og 1964—’65 35 félags-
menn eða bú. Nú eru á listanum 57 nöfn. Hér hefur
því fjölgað verulega, og má vera, að skera þurfi neðan af,
ef fi-am heldur sem horfir. Efstur á þessum lista er
Þorsteinn Geirsson, Reyðará í Lóni, A.-Skaftafellssýslu.
Hann er með 132 ær á skýrslu, fær 174 lömb til nytja.
Reiknaður kjötþungi eftir tvílemhu er 37.6 kg og eftir
einlemhu 21.2 kg. Eftir lamhá 33.3 kg og eftir Iiverja á
33.0 kg. Annar á listanum er Jón Kristjánsson o. fl.,
Skútustöðum, Mývatnssveit. Báðir þessir komu inn í töfl-
una yfir þá, sem framleiddu 30 kg eða meira. Frjósemi
ánna á Skútustöðum er heldur meiri en hjá Þorsteini,
en þar er fallþunginn mun meiri og alveg ótrúlega mik-
ill, enda er þetta afrek Þorsteins frægt orðið. Á það má
til gamans benda, að mismunur á afurðum tvílemha og
einlemba hjá Þorsteini er 16.4 kg, en var að meðaltali í
öllum félögunum 12.1 kg. Þess var getið hér að framan,
að það væri álit manna, að því meiri sem þessi munur
væri, því betri væri allur aðbúnaður.
GœSamat falla var miklu betra en árið áður. Af 46.021
falli, sem vitað var um flokkun á, fóru 36.640 eða 80%
í I. flokk, 7.463 eða 16% í II. flokk og 1.918 eða 4% í
III. flokk. 1965—’66 fóru um 72% fallanna í I. flokk, en
1964—’65 um 81% þeirra í I. flokk. I einu félagi fóru