Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 287
Hrútasýningar 1969
Eftir Árna G. Pétursson
Hrútasýningar 1969 voru haldnar á Austurlandssvæði frá
og með Hálshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu að Núpsvötn-
um. Reglulegar sýningar vom þó ekki liáðar í kaupstöð-
um á nefndu svæði, né í eftirtöldum lireppum, sumir
þeirra em vart í byggð lengur, aðrir orðnir fjárfáir,
þessir hreppar voru Flateyjar-, Raufarhafnar-, Þórsliafn-
ar-, Sauðanes-, Loðmundarfjarðar-, Seyðisfjarðar, Mjóa-
fjarðar-, Búða- og Búlandslireppur. Svalharðsstrandar-
hreppur og Grýtubakkalireppur, sem eru í Búnaðarsam-
bandi Eyjafjarðar, óskuðu eftir að mega fylgja því sýn-
ingarsvæði framvegis, og var orðið við þcim tilmælum
á þessu hausti og því engar sýningar í þeim lireppum.
Sveinn Hallgrímsson, ráðunautur, var aðaldómari á
sýningum í Háls-, Bárðdæla-, Skútustaða- og Reykdæla-
lireppi í Suður Þingeyjarsýslu, í Tungu og Fellum í
Norður-Múlasýslu og í flestum lireppum í Suður-Múla-
sýslu, Grímur Jónsson, ráðunautur, dæmdi í Fjalla-
lireppi, Örn Þorleifsson, ráðunautur í Stöðvarhreppi og
Sigfús Þorsteinsson, ráðunautur, í Vallahreppi og Fljóts-
dal. Árni G. Pétursson var oddamaður dómnefndar á
öllum sýningum í Austur-Skaftafellssýslu, í Skriðdals-
lireppi í Suður-Múlasýslu og í öðmm þeim lireppuin,
sem ekki er áður getið í Norður-Múlasýslu og Þingeyjar-
sýslum. Að sjálfsögðu aðstoðuðu héraðsráðunautar mikil-
lega á öllum sýningum í lieimahémðum. Að loknum
dómum á liverri sýningu gafst að jafnaði tími til að
ræða um fjárrækt á breiðum grundvelli og svara fyrir-
spurnum.