Búnaðarrit - 01.01.1970, Side 358
352
BÚNAÐAKRIT
Þessi sýningarumferð í Suður-Þingeyjarsýslu bar glögg-
lega með sér, hversu mikils er um vert, að vel takist til
með val hrúta á sæðingastöðvar. Mikill hluti sýndra
hrúta á þessu svæði voru út af sæðisgjöfum á Lundi
komnir, sem betur fór voru margir þeirra ágætir, og
fáir lélegir eða illa gerðir. Hitt var greinilegt, að við
ásetning hafa ekki verið gerðar sömu kröfur til móður-
ættar sæðislirútanna sem skyldi. Því ólíklegt er, að allar
ær væru lirútsmæður, er feslu fang við sæði frá Lundi,
en svo mætti ætla, út frá öllum þeim f jölda hrúta þannig
tilkomnum á sýningum 1969. Á engan hátt má gera minni
kröfur við líflambaval undan sæðisgjöftim en almennt
er beitt við ásetning á viðkomandi stöðum. Ég vil þó
álíta, að rétt væri að beita þar strangari kröfum vegna
minni skyldleika. Á sýningum befi ég að jafnaði reynt
að vera strangari með dóma á hrútum undan feðrum á
sæðingastöðvum þessu til áréttingar.
Norður-Þingeyjarsýsla
Þar voru sýndir 227 hrútar, 171 fullorðinn, og vógu þeir
101.0 kg, og 56 veturgamlir, sem vógu 80.9 kg, báðir
aldursflokkar voru þyngri en jafnaldrar þeirra 1965, en
fleiri hrútar voru sýndir í það sinni. Fyrstu verðlaun
lilutu 133 eða 58.6% sýndra lirúta, sem er betri röðun
en var fyrir fjórum árum, 114 fullorðnir, er vógu 103.7
kg, og 19 veturgamlir, sem vógu 85.7 kg. Vegna liarðæris,
sem gengið hefur yfir Norður-Þingeyjarsýslu síðastliðin
ár, voru hlutfallslega færri tvævetrir og veturgamlir
hrútar en réttmætt væri. Því nauðsynlegt er að fá inn
árlega hriitastofn til úrvals á 1. og 2. vetri.
Kelduneshreppur. Þar voru sýndir 53 hrútar, 40 full-
orðnir, sem vógu 99.3 kg, og 13 veturgamlir, er vógu 78.8
kg, og voru þeir um kg þyngri en jafnaldrar þeirra 1965,
en þeir fullorðnu voru nú heldur léttari. Hrútarnir voru
margir kostamiklir, en enn voru of margir fullgulir,
nokkrir báfættir, aðfluttir úr öðrum sveitum, yngri