Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 365
IIRÚTASÝNINGAR
359
launaflokki me3 83.5 og 82.0 stig. Áll á Völlum og Snær
Ljómason 160, 1 v., í Holti lilutu I. verðlaun A, Jökull
á Gunnarsstöðum I. verðlaun B. Til vara voru valdir
Hnöttur á Völlum, ættaður frá Sævarlandi og Lopi
Ljómason 160, 1 v., á Syðra-Álandi. Ljómi gamli 150
á Syðra-Álandi var gigtveikur eftir smölun og því ekki
talið fært að senda liann á liéraðssýningu, en liann var
fágaðasti og kjötmesti lirúturinn á hreppasýningunni.
Ljómi 160 Bollason frá Geitagerði, faðir Snæs og Lopa,
átti aðeins 3 syni veturgamla á sýningunni, því miður
lifir minna út af lionum í Þistilfirði en vonir stóðu til,
en það stafar m. a. af minni ásetningi líflamba það ár
vegna heyleysis, en óskandi er, að Ljómasynimir þrír
reynist vel lil frambúðar. Væntanlega mæta Þistlar með
lirúta sína að nýju á ölduhrygg á næstu sýningu.
Norður-Múlasýsla
Þar voru sýndir 459 lirútar eða um 60 færri en 1965,
328 fullorðnir, er vógu 98.8 kg, og 131 veturgamall, og
vógu þeir 81.0 kg til jafnaðar. Hrútarnir voru nú þyngri
en jafnaldrar þeirra 1965. Fyrstu verðlaun lilutu 216
eða 47.1% sýndra lirúta, sem er heldur lakari röðun en
var fyrir fjómm árum, 171 hrútur fullorðinn, og vógu
þeir 103.5 kg, og 45 veturgamlir, er vógu 88.1 kg. Full-
orðnu hrútarnir vom nú þyngstir í Skeggjastaðalireppi
102.7 kg, en léttastir í Fellalireppi 90.1 kg, þeir vetur-
gömlu þyngstir í Fellalireppi 88.3 kg, en þar aðeins
fjórir sýndir, þá í Vopnafjarðarhreppi 84.8 kg, en létt-
astir í Hróarstungulireppi, 76.4 kg.
Skcggjasta&ah reppnr. Þar vom sýndir 29 hrútar, 26
fullorðnir, sem vógu 102.7 kg, og 3 veturgamlir, er vógu
82.0 kg, báðir aldursflokkar þyngri en jafnaldrar þeirra
á sýningu 1965. Hrútamir voru yfirleitt þungir og flokk-
uðust vel, þeir eldri vom fágaðastir að gerð, sumir lirút-
ar gulir í linakka með slæma ull, margir með vanhirtar
klaufir. Fyrstu verðlaun hlutu 17 eða 62.1% sýndra lirúta,