Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 366
360
BÚNAÐARRIT
og er þa3 mun betri röðun en var 1965. Á béraðssýningu
voru valdir Spakur Marðarson á Bakka, 6 vetra, Börkur
á Hölkná, ættaður frá Syðra-Álandi, 2 vetra, og Bjarmi á
Bakka, ættaður frá Bjarmalandi, 1 vetra, til vara Melur
á Bakka, 4 vetra. Ekki reyndist þó fært að senda lirút-
ana á héraðssýningu. Annar beztur af tvævetrum var
talinn Fífill á Veðramóti, ættaður frá Syðra-Álandi.
Margir I. verðlauna hrútarnir voru út af Merði gamla
á Bakka, en þrír frá Syðra-Álandi í Þistilfirði.
Vopnafjarðarhreppur. Þar voru sýndir 89 lirútar, 61
fullorðinn, og vógu þeir 100.1 kg, og 28 veturgamlir, er
vógu 84.8 kg. Þeir fullorðnu voru léltari en jafnaldrar
þeirra 1965, en þeir veturgömlu voru nú um 4 kg þyngri.
Eldri hrútar voru nokkuð jafnir að gæðum og ekki stór-
gallaðir, þeir veturgömlu þroskamiklir og flokkuðust vel.
Nokkrir brútar, of margir, háfættir og margir hnakka-
gulir, mikill hluti lirúta með vanslitnar klaufir. Fyrslu
verðlaun hlutu 53 eða 59.6% sýndra lirúta, sem er held-
ur betri röðun en var 1965. Á liéraðssýningu voru valdir
Bjartur Laxason á Refsstað, er lilaut I. lieiðursverðlaun,
var þar 2. í röð með 90.5 stig og jafnframt dæmdur ullar-
beztur af heiðursverðlauna lirútum. Félagi Prinsson, 2 v.,
Alfreðs á Torfastöðum og Jóns í Skógum, ættaður frá
Eyvindarstöðum, Fífill á Ljótsstöðum Laxason frá Refs-
stað, Stúfur Hermanns á Hámundarstöðum og Sámur á
Torfastöðum, grár, ættaður frá Fremri-Nýpum, lilutu
einnig I. heiðursverðlaun og voru þar í 10., 13., 14. og 20.
sæti með 87.5, 86.0, 85.5 og 84.0 stig, en Völsungur, 1 v.,
í Fremri-Hlíð hlaut I. verðlaun A. Eftirtaldir brútar
voru valdir á liéraðssýningu, en mættu ekki: Bjartur 134
Bjartsson 111 á Eyvindarstöðum, framúrskarandi vænn
og kostamikill hrútur, Kubbur, 2 v., í Strandhöfn, mjög
fögur kind og Jökull Einars á Hámundarstöðum, katt-
lágfættur. Til vara á héraðssýningu voru valdir Goði á
Jjjósalandi, Bakkus í Skógum, 1 v., ættaður frá Bakka í
Bakkafirði og Lómur, 2 v., Einars á Hámundarstöðum.