Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 376
370
BÚNAÐARRIT
er alhvítur. Breiðdælingar þurfa að vera strangari í
lirútavali á næstu árum, innan lirepps eru ættgóðir og
kostamiklir einstaklingar, traustur efniviður, sem unnt
ætti að vera að vinna úr.
Beruneshreppur. Þar voru sýndir 16 hrútar, 7 full-
orðnir, sem vógu 93.3 kg, og 9 veturgamlir, er vógu að-
eins 67.0 kg. Þeir fullorðnu voru nú um 11 kg léttari en
jafnaldrar þeirra 1965, og röðun hrútanna miklu lakari,
enda rífur lielmingur þeirra veturgamlir. Margir lirútar
mislitir og lélegir, veturgömlu hrútarnir yfirleitt van-
þroskaðir. Fyrstu verðlaun hlutu aðeins 4 eða 25.0%
sýndra hrúta. Á héraðssýningu var valinn Prúður Flóka-
son Ólafs Eggertssonar í Berunesi, ættaður frá Hnauk-
um í Álftafirði og ldaut þar I. heiðursverðlaun, var 9.
í röð með 87.5 stig, einnig var valinn Smári Smárason í
Berunesi, en Iiann mætti ekki til leiks á sýningu. Matti
í Berunesi Sindrason á Skriðuklaustri og Hvítingur á
Nú])i Prúðsson á Þvottá í Álftafirði, báðir veturgamlir,
eru vel livítir. Bændur í Beruneslireppi þurfa að vanda
betur uppeldi á hrútum sínum, svo að einstaklingsmat
á sýningum þjóni tilætluðu hlutverki.
Geithellahreppur. Þar voru aðeins sýndir 42 lirútar,
37 fullorðnir, sem vógu 96.0 kg, og 5 veturgamlir, er
vógu 78.6 kg. Báðir ahlursflokkar voru þyngri en jafn-
aldrar þeirra 1965, en mun færri hrútar voru nú sýndir.
Sumir hrútar full framþunnir og nokkrir óþarflega há-
fættir, mislitir hrútar yfirleitt lélegir. Fyrstu verðlaun
hlutu 27 eða 64.3% sýndra hrúta, og er það lieldur betri
röðun en var 1965, en þá fleiri hrútar sýndir. Á liéraðs-
sýningu vom valdir eftirtaldir hrútar: Kolur á Hofi,
Bohbi Guðmundar í Múla, ættaður frá Hnaukum og
Snepill á Geithellum, er hlutu I. verðlaun A, og Þokki
á Flugustöðnm, ættaður frá Reyöará í Lóni, er hlaut I.
verðlaun B. Til vara voru valdir á héraðssýningu Hnall-
ur á Starmýri og Prúður í Múla. Hrútarnir voru varla
nógu sællegir eftir sumarið.