Búnaðarrit - 01.06.1972, Side 55
S AUÐFJÁR RÆKTARFÉLÖG I N 397
gott aS vita, livað veldur því, aS geldar ær eru margar.
Þess skal þó getið, að margir lialda því fram, að í'rjó-
semi áa og það, live mikill hluti ánna er geldur, sé óháð
hvort öðru.
Mest er frjósemin í Sf. Mývetninga og Sf. Austra í
Mývatnssveit, en þar fæðast 186 lömb eftir 100 ær. 1
Sf. Austur-Bárðdæla og Árskógshrepps fæðast 184 lömb
eftir 100 ær, í Sf. Reykjahrepps og Sf. Víking, Dalvík,
182 lömb eftir 100 ær. Auk þess má nefna Sf. Frey í
Saurbæjarhreppi, Eyjafirði, með 178 og Sf. Vestur-Bárð-
dæla með 179 lömb fædd eftir 100 ær. Atliyglisvert er,
að félögin, er að ofan eru nefnd og hæsta liafa frjósem-
ina, eru öll í Eyjafjarðar- og S.-Þingeyjarsýslu. Aðeins
eitt félag í Eyjafjarðarsýslu liefur lægri frjósemi en 160
lömh fædd á 100 ær, eitt liefur 160 lömb faédd á 100
ær, en liin 4 liafa öll meira en 170 lömb fædd á
100 ær. Lægsta frjósemi í Suður-Þingeyjarsýslu er
162 lömb fædd á 100 ær, en í 10 af 12 félögum
er frjósemin yfir 172 lömb fædd á 100 ær. Fæst lömb
til nytja í Suður- Þingeyjarsýslu eru 154 lömb á 100 ær,
en flest 180 í Sf. Austra í Mývatnssveit, og er það jafn-
framt það liæsta yfir landið allt þetta árið. Lægsta frjó-
semi í félagi er 111 lömh fædd á 100 ær og næst 119.
Fæst lömb til nytja eru 102 lömb á 100 ær. Þetta er
alltof lág tala, og væri mikið hægt að auka arðsemi
fjárins í þessum félögum með því einu að auka frjó-
semina.
Frjósemin skal ekki rædd til neinnar lilítar hér, en
það skal undirstrikað, að vinna þarf ötullega að því
næstu árin að auka frjósemi með kynbótum og bættri
meðferð fjárins.
IV. AfurSir ánna. Tvílembur skiluðu að meðaltali 71,6
(73,0) kg dilkaþunga á fæti og gáfu 28,5 (29,0) kg af
reiknuðu kjöti að jafnaði. Tölurnar í sviga eru meðaltöl
fyrir árið 1967-68. Einlembur skiluðu nú 40,7 (41,2) kg
í lifandi þunga og 16,6 (17,0) kg í reiknuöuin fallþunga.