Búnaðarrit - 01.06.1972, Qupperneq 80
422
BÚNAÐARRIT
Fyrstu verðlauna naut og önnur, sem sýnd voru
með afkvæmmn.
S N E sýndi 3 naut, sem til greina komu með I. verðlauna
viðurkenningu. Voru þau Blesi N163, sem hafði verið
í afkvæmarannsókn 1966—1967, og Þjálfi N185 og Bægi-
fótur N186, sem voru í afkvæmarannsókn, er sýningin
fór fram.
Verður nú þessara nauta getið nánar:
1. Blesi N163, sjá Búnaðarrit 1966 bls. 492, 1968 bls.
69 og 1969 bls. 361. Ekki hafði verið hægt að skoða dætur
Blesa fyrr, síðan afkvæmarannsókn lauk, þar sem þær
voru dreifðar um liéraðið, en sýningar þar féllu niður
árið áður, svo sem skýrt hefur verið frá. Eins og sést í
tilvitnun í Búnaðarriti 1968, mjólkuðu dætur Blesa í
afkvæmarannsókn vel, þ. e. 2622 kg miðað við 4% feita
mjólk, og er hann 12. nautið í röðinni af 28, sem af-
kvæmarannsökuð hafa verið á I.undi frá 1958—’71, miðað
við afurðir dætra, reiknaðra á þennan liátt. Þær 15 dætur
Blesa, sem í rannsókninni voru, mjólkuðu á fyrstu 304
dögunum að 1. kálfi 2508 kg með 4,31% fitu eða 10801 fe.
Hlutu 5 dætur Blesa I. verðlaun á sýningunum nú, 6 II.
og 3 III. verðlaun, en fleiri voru ekki sýndar í liéraðinu
en þessar 14. Voru flestar þeirra fæddar 1964, en nokkr-
ar 1965. Af þeim voru 5 hröndóttar og brandskjöldóttar,
3 rauðar, 2 kolskjöldóttar, 2 svartar og svartskjöldóttar
og 2 sægrábröndóttar. Tíu voru kollóttar, 3 hyrndar og
1 hníflótt, en sjálfur var Blesi með stóra framvísandi
hnífla. Þessi dætrahópur var vel þroskaður, brjóstmál
176,5 cm, og hlaut ágætan dóm fyrir byggingu, 79,1 stig
að meðaltali, og hafa sameiginlegt svipmót. Þær hafa
jafna, lokaða byggingu, eru rýmismiklar með góða aftur-
byggingu og sterka, stutta fætur, stórt, vel lagað júgur
og spena og eru auðveldar í mjöltun. Árið 1968 mjólk-
uðu 11 fullmjólkandi dætur Blesa að meðaltali 4394
kg með 4,22% feiti eða 18545 fe, og var hæsta dagsnyt
þeirra 21,9 kg. Jafnmargar liöfðu 1. heila skýrsluárið