Búnaðarrit - 01.01.1944, Blaðsíða 11
BÚNAÐARRIT
IX
Moritz Halldórsson Friðrikssonar íslenzkaði. Þá bók
lærði Sigurður að heita ínátti utan að, ekki síður en
kverið.
Tilhöguninni i þessum laugagarði lýsti hann
þannig:
„Umhverfis garðinn voru grafnir djúpir skurðir,
en um hann lokræsi, sem lieitt vatn eða gufa var
leidd um. Á þennan hátt heppnaðist að ylja garðinn
eða mikinn hluta hans. Stærð garðsins var um 1000
fermetrar. Uppskeran oft um 40 tunnur af jarðepl-
um. Auk þess ræktað þar hvítkál, blómkál o. fl. garð-
jurtir. Vermireitur var í garðinum, útbúinn þannig,
að undirlagið var möl og grjót, þakið tori'i, og mold
síðan látin yfir. í gegnum grjótlagið var látið sitra
heitt vant, sem svo yljaði moldina."
Það hefur þurft mikla elju og útsjónarsemi af 17
ára unglingi til þess að koma upp slíkum gróðurreit,
án þess að njóta annarrar tilsagnar en af bókum, er
hann aflaði sér.
Þó að hann legði mesta alúð við garðrælctina, þá
var hann ötull verkmaður við öll búslörf. Með ástund-
un heppnaðist honum fjárhirðing vel, þótt hann
hefði, sem fyrr segir, meiri ánægju af samvistum
við gróðurinn en dýrin. Eflir J)ví sem hann þrosk-
aöist, vikkaði hann sjóndeildarhring sinn við athug-
anir á gróðurrikinu og hafði ánægju af að leilast við
að opna augu jafnaldra sinna fyrir fjölbreytni gróð-
urs. Minnist æskufélagi hans, Páll G. Jónsson, bóndi
í Garði, J)ess, er þéir voru saman i fjárrekstri að vori
til og fóru langan veg, að Sigurður notaði hvert tæki-
færi, sem gafst, til þess að útskýra t'yrir samferða-
mönnum sínum, hvernig mismunandi plöntutegund-
um vegnaði við breytileg lífsskilyrði. Ungur lagði
hann stund á að athuga skóga Fnjóskadals og bera t.
d. saman gildleika hinna lifandi trjástofna við leifar
l)ess forna skógargróðurs, sem komu upp úr mógröf-