Búnaðarrit - 01.01.1944, Blaðsíða 171
BÚNAÐARRIT
103
korn, eða útsæði samtals í 15 ha. Auk þess var nokk-
uð selt af byggútsæði frá Birtingaholti, því þar gekk
kornræktin fremur vel sumarið 1941. Um stærð lcorn-
akra á öllu landinu eru engar skýrslur. Gera má ráð
fyrir, að með kornökrum tilraunastöðvanna beggja,
akuryrkjubúsins í Klauf við Eyjafjörð og kornrækt-
arinnar í Birtingaholti, liafi kornakrar sumarið 1941
verið 20—25 ha, og 1942 28—32 ha, en þetta eru að-
eins áætlanir minar, miðaðar við það útsæði og rækt-
un, er ég veit um að sáð og ræktað var þessi 2 sumur.
1942 hefur byggrækt gengið fremur vel á Suður-
landi, en á Norðurlandi hefur bygg sennilega náð
minni þroska, enda var sumarið miklu óhagstæðara
þar en á Suðurlandi.
Ástand það, sem ríkt hefur nú undanfarin 2 ár,
hefur haft þau, áhrif að draga úr viðleitni manna
með kornrækt og tel ég það illa farið, því mér reynist
kornræktin ekki óöruggari framleiðsla en t. d. kart-
öflur. Og vel getur svo farið í sumum árum, minnsta
kosti á Suðurlandi, að hygg og hafrar gefi góða raun,
þó kártöflur bregðist að mestu, því veðráttan hefur
ekki alltaf sömu áhrif á kornrækt og kartöflurækt.
Væg næturfrost í júlí og ágúst liafa ekki sakað hygg
eða hafra, en stórskemmt karöflugras. Mygluár á
karlöl'lum getur að mestu eyðilagt kartöfluppsker-
una, en þá getur korn reynzt vel, eins og t. d. suinarið
1941. Margir þeir, sem reynt hafa kornyrkju, telja
mestu vandkvæðin á að ná korninu frá hálminum,
og telja, að ræktunin cigi ekki rétt á sér nema góðar
vélar séu til að þreskja kornhálminn. Ákjósanlegast
er að hafa öll tæki og vélar, sem kornyrkja þarfnast,
en liitt er líka víst, að mikil not má hafa af kornrækt,
þó engar þreskivélar eða hreinsunartæki séu til. Vel
má gefa korngresið með korninu á bæði kúm og öðr-
um fénaði og hafa af því mikil not, og spara með því
bæði aðkeyptan fóðurbæli og hey.