Búnaðarrit - 01.01.1944, Blaðsíða 147
B Ú N A 1) A R R I T
79
bændur fengju yfirlit yfir þær í þessari skýrslu minni
um nautgriparæktina.
1941 voru nautgripasýningar haldnar á Suðurlandi
og 1942 á Suðvesturlandi. Sýningarnar voru bæði ár-
in vel sóttar.
Sérstaka athygli er vert að vekja á nautum frá
Kluftum í Hrunamannahreppi. Þar eru óvenju góðar
kýr, og hafa naut undan þeim dreifzt all víða. Sum
þeirra, eins og Klufti í Hrunamannahreppi og Klufta-
Brandur í Biskupstungum, eru nú orðin það gömul,
að undan þeim eru til upp komnar kýr, er gefa mjög
góða raun, mjólka bæði mikið og hafa mjög feita
mjólk. Er vonandi, að bræður þeirra og frændur,
sem nú eru alls til 9, sem ég veit um, reynist þeim
jafn snjallir, og að áhrifa þeirra gæti á næstu árum
i kúakyninu.
Á námskeiðum og fundum hef ég mætt eftir því,
sem ástæður hafa leyft, og flutt erindi um naut-
griparækt og sauðfjárrækt eftir því, sem óskað hefur
verið.
í útvarp hef ég talað, þá þess liefur verið óskað, og
um það, sem beðið hefur verið um.
Nokkrar greinar hef ég skrifað í blöð, svo og svar-
að bréfum, er borizt hafa og svara var þörf.
í kjötverðlagsnefnd var ég lil 1. sept. 1942. Þykir
uiér nú hlýða að setja hér yfirlit yfir meðalþunga
dilka á þeim stöðum á landinu, þar sem aðallega
hefur verið slátrað fé af sama svæði öll árin.
Geri ég þetta i þeim tilgangi, að menn athugi hvern-
ig meðalfallþunginn hefur breytzt frá ári til árs, og
reyni að átta sig á orsökunum til þess. Eins og rnenn
sjá, er það breytilegt, hvaða ár sláturlömbin hafa ver-
ið vænzt á hverjum stað. Árferði einu verður því ekki
kennt um mismuninn. Fleira kemur þar til greina,
<>g er enginn vafi á því, að margt af því er þannig
vaxið, að fjáreigendur geta miklu ráðið um, hvernig