Búnaðarrit - 01.01.1944, Blaðsíða 43
BÚNAÐARRIT
XLI
«r og voðann, sem mörgum gróðurlendum var enn
búinn. \rið komum m. a. að G,unnarsholti. Þar var
túnið mjög eytt af sandfoki, og sandslcaflar við hrör-
leg bæjarhúsin. Bóndinn sagði okkur frá síðustu lil-
finnanlegu eyðingunni. Hann hafði geymt sér að slá
beztu skálcina í túninu, lil þess að hún lengi sem
bezta sprettu. En þegar túnskák þessi var i ljá, kom
sandveður og svipti burt Jjánni og allri grasrót með,
svo þar var ekkert nema gróðurlaust flag. Ábúandinn
ftýði jörðina næsta ár. Þar reis síðan aðalstöð sand-
græðslunnar.
Við töluðum um það ferðafélagarnir í Gunnars-
holti, að ef ræktun landsins kæmist eigi á skjótan
rekspöl, þá mætti að vissu leyli líkja aðstöðu bænda-
stéttarinnar við aðstöðu Gunnarsholtsbóndans. Trygg-
ing fyrir aukinni ræktun væri eina bjargráðið gegn
því, að ýmsar sveitir legðusL í eyði.
Á nokkrum bæjum, er voru á leið okkar í þessari
ferð, blöstu við gróðurlaus l'lög í útjaðri túnanna.
Þar böl'ðu verið plægðar og herfaðar spildur í gróð-
urlitlum móum, og var ætlazt til, að landið greri upp,
eftir að það var orðið slétt. En þarna vantaði bæði
áburðinn og fræið, og flögin stóðu ógróin ár eftir ár,
sem talandi vottur um misheppnaðar ræktunartil-
raunir. Hér var engin uppörvun um áframhald. Síður
en svo. Hér var sýnileg hætta á kyrrstöðu, sem þýddi
sama og afturför.
Því ekki að fara t. d. að.dæmi Norðmanna, —
leggja þá kvöð á ríkissjóðinn, að hann greiddi vissan
hluta af kostnaði við jarðabæturnar, án lillils til þess,
live miklar þær yrðu? Það mátti ekki ákveða fyrirfram
upphæðina, sem lögð yrði til jarðabótanna, svo að
styrkurinn á hvert dagsverk yrði þeim mun lægri sem
dagsverkin yrðu fleiri. Því hver sá bóndi, sein ræsir
íram mýrar lil ræktunar, breytir óræktarlandi í
ræktað land, hann vinnur elíki aðeins fyrir sig, held-