Búnaðarrit - 01.01.1944, Blaðsíða 176
108
B Ú N A Ð A II R I T
I
Árið 1941.
Tala Gróliraöi Tegundir rannsókna «/o Grómagn o/o 1000 fræ vcga gr
'Xúnvingull (F. rubra) 2 86,5 88,5 1,145
Háliðagras (A. pratcnsis) . . . i 43,0 62,0 1,066
Hávingull (F. pratcnsis) .... 2 52,8 61,0 2,218
Mjúkfax (Bromus Mollis) . . i 94,0 94,0 4.905
Snarrót (D. Cæspitosa) .... i 24,0 26,5 0,170
Vallarfoxgras (Phl. pratcnsis) i 62,0 64,0 0.291
Frá sumrinu 1940 hefur grasfræið gróið furðu vel
og fræþyngdin sæmileg. Rýgresi og hávingull náðu
ekki fullum þroska, enda var ekki við því að búast
i jafn köldu sumri. Fræið frá 1941 hefur náð góð-
um þroska. Fræþyngd alveg í meðallagi og grómagn
mun hærra en 1940. Vallarfoxgras hefur þó ekki
náð fullri l'ræþyngd, þó það grói með 64%. Þetta
fræ, frá báðum árunum 1940 og 1941, hefur verið
selt lil túnræktar, og' eftir því, sem mér er kunnugt,
reynzt vel. Eins og venja hefur verið, hef ég blandað
isl. fræið með um 20% af vallarfoxgrasi og' 2—5%
hvítsmára.
Túnræktin hefur aukizt allverulega þessi 2 ár, og
á kostnað kornræktarinnar. Meðaltalsuppskera al' ha
1941 varð 41 hestur af ha, en 1942 48 hestar. Varð
uppslteran meiri síðara árið vegna meiri notkunar
á tilhúnum áburði, og eins var meira af nýrækt, er
gaf af sér um 90 hesta af ha.
Kartöfluræktin hefur verið rekin aðallega tilraun-
anna vegna. 1941 voru liér 1,4 ha með kartöflum
og fengust samtals um 800 tn. upp, en meir en helm-
ingur af uppskerunni varð ekki söluhæf vara vegna
myglu, er kom á kartöflurnar í september, var þó
úðað tvisvar, en það gat ekki bjargað. Hefði eflaust
þurft að úða þrisvar. 1942 var aðeins tæpur 1 ha meö
karöflum og' mestur hlutinn í tilraunum. Dregið hef-