Búnaðarrit - 01.01.1944, Blaðsíða 111
BÚNAÐARRIT
43
rauninni ekki frumhugsuð af mér. Mér var kunnugt
urn, að pípuræsi eru hreinsuð á þennan hátt erlendis,
en mér datt í hug, að ef lil vill iriætti takast að hreinsa
hnausræsi í sæmilega þéttum jarðvegi á sama hátt.
—- Kristófer Grímsson gerir grein fyrir tilrauninni í
fi.—7. blaði Freys 1941 og vísa ég til þess. En þó litlu
ináli skipti, vil ég leiðrétta í grein Kristófers þann
misskilning, að tilraunin var ekki gerð að tilhlutun
Búnaðarfélags íslands heldur Landnámsnefndar rík-
isins, eins og áður cr tekið fram
Ivristófer Grímsson leysti starfið með góðum ár-
angri, þannig að honum tókst að ná mýrarauða-
stíflum úr ræsunum. I>ar með er sannað, að þessi að-
ferð er notliæf, þar sem jarðvegur er nógu þéttur.
Hitt er annað mál, að þó Kristórfer sé ánægður með
þau tæki, sem hann hafði við tilraunina, þá hef ég
gert mér von um, að með öðruvísi tækjum megi vinna
verkið á fljótvirkari og þægilegri hátt. Það verður
reynt síðar, þegar tækin fást. En takist yfirleitt að
hreinsa hnausræsi i flestum ræktunarlöndum, þá
getur það aukið varanleik ræsanna um ófyrirsjáan-
legt árabil, og þar með sparað bændum stórfé.
Ég liirði ekki um að tina fleira til, enda aðeins um
smælki að ræða.
Þessi mál, sem ég lief drepiö á hér að framan —
og ég þykist hafa haft nokkur áhrif á, ýmist beint eða
óbeint — eiga aðeins að sýna hug minn til íslenzkra
ræktunarmála. Minn var viljinn en ekki verkið. Ef til
vill vitna þessa mál og um það, að ég liafi eigi ávallt
sofið á vaktinni, þó hvorki hafi ég slaðið galandi á
hvers konar mannamótum, gelt að vegfarendum eða
reynt að hnupla annarra manna hugsjónum mér til
framdráttar.
hegar ég lít til baka, yl'ir þau verk, sem ég hef unn-
Jð að, á einn eður annan liátt, þá er mér ljóst, að margt
hefði betur mátt fara. Sumt liefur vel tekizt, annað