Búnaðarrit - 01.01.1944, Blaðsíða 98
:so
BÚNAÐARRIT
enda gaf eigandi kost á sölu. Einnig var lagt til að
jörðin Syðsti Hvammur yrði útveguð þorpinu, en eig-
andi gaf ekki kost á lienni til kaups i frjálsri sölu.
2) Skagaströnd. Þar voru skoðaðar jarðirnar
Finnsstaðir, Háagerði og Spákonufell, og lagt til, að
þær yrðu keyptar, enda gáfu eigendur kost á að selja
l>ær ríkinu viðhlýtandi verði.
3) Hrísetj. Jörðin Syðstibær, sem kauptúnið stend-
ur á, var skoðuð og lagt til, að hún yrði keypt, ef
samkomulag yrði um verð. Hins vegar ekki fallizt á,
að leggja til, að jörðin yrði keypt því verði, er tilboð
lá fyrir um.
4) Ólafsjjöröur. Þar voru skoðaðar jarðirnar
Rrimnes, Hornbrekka, Ósbakki, Ósbrekkukot, svo og
jarðirnar Burstarbrekka og Skeggjabrekka. Lagt var
til, að jarðirnar Brimnes og Hornbrekka yrðu keyptar
samkvæmt verðtilboði eigenda, og að áframhaldandi
verði unnið að undirbúningi kaupa á hinum jörðun-
um, er ekki fengust ákveðin kauptilboð um.
5) Ólafsvík á Snæfellsnesi. Hinn 27. október fór ég
til Ólafsvíkur á Snæfellsnesi og mætti þar á fundi i
þorpinu ásamt Jens Hólmgeirssyni. Var fundur þessí
haldinn til undirbúnings nýjum ræktunarfram-
kvæmdum og landúthlutun til Jjorpsbúa, en fyrir lágu
áður mælingar, er ég hafði framkvæmt, ásamt tillög-
um um ræktunarskipulag.
III. Ijlefndarstörf.
Með bréfi Iandbúnaðarráðuneytisins 9. maí var ég
settur í verkfæranefnd, og er ritari hennar. Hefur
nefndin aðallega starfað að athugunum á nothæfi
þeirra skurðgrafa, sem fluttar voru til landsins, svo
og haft umsjón með rekstri þeirra skurðgrafa, sem
ríkið á. Nefndin gefur til ráðneytisins skýrslu um
störf sín.