Búnaðarrit - 01.01.1944, Blaðsíða 240
172
BÚNAÐARRIT
framfarir í búskapnum frá 1916—-1940. Þær eru á
bls. 95. Nú er rétt að taka fram, þótt það skipti ekki
íniklu máli, að í grein minni gat ég ekki rakið Búnað-
arskýrslur lengra fram en lil 1939, því að árgangur-
inn 1940 var þá ekki koininn, er greinin var tékin
saman. Er það því villandi fyrir þá, sem hafa ekki séð
mina grein, að taka árið 1940 með.
Mér finnst sá galli á tölum þeim, sem Ólafur tekur
sem dæmi, að þær eru miðaðar við einstök ár, að þvi
er fjölda búfjár snertir, í stað þess, að þær ættu að
vera meðaltal nokkurra ára. Einstök ár eru oft svo
misjöfn, að það getur breyll miklu um niðurstöðuna,
hvaða ár verður fyrir valinu. Þannig' lielur Ólafur
valið árið 1918 til þess að bera saman við ýmis hin
síðari ár, tii þess að sýna fram á fækkun sauðfjár og
fjölgun gripa fram til ársins 1940. Nú er 1918 svo
mikið merkisár í sög'u landsins, að ég vona að það
hafi ráðið vali Ólafs. An nars mundu óhlutvandir
menn geta vaént hann um, að hafa ekki aðeins „fillað
við“ hagskýrslurnar, heldur einnig hagrætt þeim, máli
sínu til framdráttar.
Þegar Ólafur hefur nú sýnt lrain á aukningu töðu-
fallsins, fækkun sauðfjár og fjölgun nautgripa, segir
hann á bls. 96: „Þessar tölur sýna greinilega að aukn-
ing fóðurfengsins er miklu meiri en fjölgun búfjárins
undanfarin ár, eða síðan stórstígar ræktunarfram-
kvæmdir hófust hér á landi og sé þess gætt, að sauð-
fénu hefur heldur fæklcað, og að fjölgun hrossanna er
sennilega aðeins bráðabirgðaástand vegna stríðsins, en
fjölgunin kemur aðallega á nautpeninginn, sem fær
mest lóður sitt af ræktuðu landi og er ólíklegastur til
að valda örtröð, þá l'æ ég ekki skiiið, hvernig H. B.
kemst að þeirri lilálegu niðurstöðu, að ræktunarfram-
kvæmdir undanfarinna ára hafa aukið örtröð á órækt-
uðu landi. Það er þvert á móti augljóst, að hættan á
því að bithögunum sé olboðið með beit hefur stórum