Búnaðarrit - 01.01.1944, Blaðsíða 242
174
BÚNAÐARRIT
þegar reiknað er í 10 ára tímabilmn. Samkvœmt þessu
er ómögulegt að draga aðra ályktun en þá, að aukinn
heyafli hafi fyrst og fremst orðið til þess að auka bú-
stofninn. En aukinn bústofn hefur auðvitað aukna
beit i för með sér.
Gróflega er ég hræddur um, að Ólafur hafi ekki
gefið sér nógan tínía til þess að athuga sinn gang, þeg-
ar hann réðst í að deila á grein mína. Sennilega hefði
liann þá sparað ýmis stóryrði, þótt þau séu annars i
Jiávegum höfð hjá sumum búnaðarforkólfunum.
Minni háttar athugasemdir.
Þau fjögur atriði, sein nú hafa verið rakin oghrákin,
eru í raun og veru alveg' nægilegt svar við grein Ólafs,
og skal því héðan af aðeins stiklað á fáeinu, sem mér
finnst ástæða til þess að leiðrétta. Ólafur segir á bls.
82: „Sennilega hafa sum hraun á láglendinu, svo sem
Aðaldalshraun, verið verr gróin á hmdnámstið en nú
og fjarstæða er að ætla að telja fólki trú um, að klapp-
irnar á ásabrúnunum á Fljótsdalshéraði og víðar, sem
horfa beint við kuldaátt, og þar sem lítill jarðraki fær
stöðvazt, hafi verið þaktar jarðvegi og gróðri á land-
námstíð." Hvaðan skyldi nú Ólafi koma þessi vizka
um Aðaldalshraunin? Ég fæ ekki skilið, að allur nyrzti
hluti hraunanna í Aðaklal, sem nú er að mestu gróð-
urlaus, hafi borið minni gróður þá en nú, en um aldur
þess gróðurlendis, sem er um miðbik og syðri hluta
Jiraunanna, liefur sennilega enginn maður skilyrði til
að dæma, enn sem komið er.
Hitt, sem Ólafur segir uin ásabrúnir Fljótsdalshér-
aðs, er ekki annað en rangfærsla á orðum minum,
íitúrsnúningur, sem sæmir hvorki Ólafi né öðrum, sem
vilja teljast vandir að virðingu sinni. Ég tala ekki um
ásabrúnir heldur um ásana alla, enda má telja það
víst, að þeir hafi verið algrónir og meira að segja