Búnaðarrit - 01.01.1944, Blaðsíða 169
BÚNAÐARRIT
101
skera 1942 varð rúmar 18 tn. af ha. (Hafrauppsker-
an varð 12—15 tunnur af ha en byggið gaf rúmar
20 tn af ha.) Kornið allt var fallegt og vel þroskað.
Geri ég ráð fyrir að það reynist vel lil útsæðis.
Kornframleiðsla stöðvarinnar 1940 og 1941 reynd-
ist við rannsóknir eins og eftirfarandi yfirlit sýnir:
1940 1941
1000 korn Grómagn 1000 korn Grómagn
Tcgunclir vega gr o/o vega gr 0/0
Dönnesbygg .... . . . 20,7 70,0 33,3 92,0
Sölenbygg . . . 17,0 55,0 19,3 00,0
Maskinbygg .... . .. 19,2 35,0 29,3 83,0
Polarbygg . . . 17,9 73,0 23,7 01,0
Abed Ma.iabygg . . . . 17,2 31,0 35,5 31,0
Niðarhafrar . . . 29,9 18,0 32,9 70,0
Favorithafrar . . . . . . 34,5 00,0 33,2 85,0
Af framanrituðum tölum sést, að byggið 1940 hefur
verið Yi minna en í meðalári en grómagnið þó sæmi-
legt fyrir dönnesbyggið og polarbygg; hinar tegund-
irnar gróið mjög illa, enda ekki náð nema aðeins
lrálfri þyngd við það, sem þær eru vanar að ná í sæmi-
legu tíðarfari. Aftur á móti hafa hafrarnir náð miklu
meiri þyngd en byggið, enda var ekkert ryð á þeini,
cn byg'gið allt meir og minna þakið með ryðsveppi.
Bendir þetta á það, sem ofl hefur áður verið fundið
hér við ræktunina, að hafrar eru ekki síður vissir að
ná þroska en bygg, þó byggið sé venjulega með hærra
grómagn, þá stafar það af því, að byggið nær fyrr
þroska og verður því síður fyrir óheppilegum áhrifum
næturfrosta. Það, að hafrarnir gróa eklci betur 1940,
en raun ber vitni, stafar af næsturfrosti cr kom á þá
rennblauta í sept., rélt áður en lcornið var orðið seig-
hart. Ef hafrar eru það þroskaðir, að kornið sé orðið
seighart, gera næturfrost lítinn skaða. Sannaðist
þetta mjög greinilega haustið 1938, þá komu nætur-
frost í sept. á regnvota hafrana og sakaði ekki gró-
magn þeirra, en Jieir voru sæmilega Jiroskaðir áður