Búnaðarrit - 01.01.1944, Blaðsíða 295
BÚNAÐARRIT
227
öörum svalari stöðum, og með því er stórt spor stigið,
að því er snertir heilnæmi fjóssins og nothæfni þess.
Loftræstingin vinnur enn fremur það gagn, að bera
burtu ryk það, er myndast og jai'nan berst til og frá
við hreyfingu andrúmsloftsins.
Og svo má bæta því við, að skorti loftræstingu er
ekki aðeins um vöntun á hreinlæti og heilnæmi að
ræða, heldur er og um fjárhagslegt spursmál að tala,
því ending peningshúsanna er að mjög miklu leyti
háð rakastigi loftsins, þannig, að því meiri sem rak-
inn er, þeim mun oftar verður að endurbyggja.
D. Ljósið.
Birtan í fjósinu er einnig atriði, sem gefa verður
gaum. í fyrsta lagi er það stærð og fjöldi glugganna,
sem taka verður til greina, og þar næst hvar þeim er
fyrir komið.
Gluggastærðin og gluggafjöldinn er háður gólf-
fleti og rúmmáli því er lvsa skal. í Danmörku er talið
að flatarmál glugganna sé hæfilegt, sem svarar 10%
af stærð gólflatar.
Gluggarnir eru bezt settir hátt yfir gólf, einkum ef
fjósið er breitt. Æskilegt er, en ekki bráðnauðsynlegt,
að gluggar viti gegn suðri eða sólríkustu átt. Með
því móti fæst mest Ijósmagn inn í fjósið, en það er
æskilegt, einkum á norðlægu breiddarstigi. í heitari
löndum er þetta ekki eflirsótt, því fjósin verða þá svo
steikjandi heit á sumrin (meðfram vegna þess að loft-
ræsting er sjaldgæf þar).
Um eiginleg bakteríueyðandi áhrif ljóssins, eru
menn ekki á eitt sáttir, þegar um er að ræða Ijós
það, sem kemur í gegnum venjulegt rúðugler sem
útilokar meginhluta útbláu geislanna, en það eru þeir,
sem verka sótthreinsandi undir beru lofti.
Enda þótt verið geli, að eiginleg sótthreinsandi