Búnaðarrit - 01.01.1944, Blaðsíða 199
B Ú N A Ð A R R 1 T
131
að vera allrúnimikil. Hibýli alls almennings hafa þó
án efa verið þröng, dirnm og rök. Hugmyndir ýmissa
um voldugar byggingar, skrautlegar og vistlegar, eru
út í bláinn. Verstu íbúðir, sem þekkjast hér á landi
nú, mundu teljast vistlegar hjá þeim hreysum, sem
allur almenningur átti þá við að búa.
fslenzki bærinn mótaðist smátt og smátt gegn um
aldirnar og varð að lokum til í þeirri mynd, sem við
þekkjum hann í lolt 19 aldar. Upphaf |>ess stíls verð-
ur tæplega rakið til neins ákveðins tima. Sii þróun
hefur komið stig af stig, þar til það heildarform var
fengið, sem í aðalatriðum er enn á mörgum torfbæj-
um okkar.
Fremst í húsaþyrpingunni, fram á hlaðið, voru
skemmur, smiðja, bæjardyr og gestastofa, þar sem
hún var tit. Sneru þá jafn margar burstir fram á
hlaðið og húsin voru mörg. Þar fyrir innan tóku við:
eldhús, búr og geymsla og innst baðstofan. Sneru
þessar byggingar, eða ris þeirra, oftast þvert við
burstir þær, er fram á hlaðið vissu. Veggir voru
þykkir, allt að 2 metrar, eða jafnvel enn meira. Þeir
fláðu gjarnan nokkuð og voru því þynnri að ofan.
Sund mynduðust milli risa á öllum þessuin liúsum.
Var um að gera að þökin og sundin greru sem bezt
svo að gróðurinn steypti vatni af þökunum. Þegar
lram liðu stundir, voru baðstofur almennt þiljaðar,
SVO og gestastofur, þar sem þær voru. Búr voru og
alloft þiljuð að nokkru. Önnur bæjarhús voru að
jafnaði óþiljuð. Allviða voru fjós byggð áfast við bæ-
inn, slundum í sambandi við baðstofur — fjósbað-
stofur.
Rúpeningshús voru reist dreifð um túnið, önnur en
ijósið, sem oft var sambyggt bænum. Á stórbýlum
voru búpeningslnisin .stundum á allt að tuttugu stöð-
uin. Þetta fyrirkomulag, sem okkur virðist bera vott
Uin mjög litla hagsýni, mun meðal annars hafa verið