Búnaðarrit - 01.01.1944, Blaðsíða 233
B Ú N A Ð A R R I T
165
hana. Bjóst ég við, að jafn greindur og greinagóður
maður gæti lagt ýmislegt af mörkum um ])essi mál.
Varð ég, því miður, fyrir miklum vonbrigðum, er ég
las grein hans, því að sýnilegt var, að hann hefur
svo mjög kastað höndum til ritsmiðar sinnar, að eigi
verður á neinn hátt hægt að telja hana rökstudda
gagnrýni á minni grein.
Þessu til sönnunar mun ég í upphafi ræða fjögur
atriði úr grein Ólafs.
Hæpin kenning.
Fyrsta atriðið er um orsakir gróðureyðingar. Þær
taldi ég í grein minni aðeins þrjár, veðurfarsbreyt-
ingar, hamfarir náttúruafla og rányrkju. Þetta telur
Ólafur „ekki tæmandi“, því að til sé hin reglubundna
egðing gróðurlendisins, ,,og sem áreiðanlega er al-
geng hér, að minnsta kosli í vissum landshlutum“.
Þetta er gömul og vel þekkt kenning, enda er hún
kennd í mörgum skólum og sennilega einnig í bænda-
skólunum. Astæðan til þess, að ég minnist ekki á
þetta atriði, er, að þessi kenning eða öllu heldur til-
gáta er ósönnuð með öllu, og meira að segja lík-
indi til, að hún sé reist á röngum forsendum. Ólafur
.lónsson segir uin þessa kenningu, að hún sé „í því
l'ólgin, að jarðvegur þykknar og þornar óeðlilega
hratt, og þegar hann er orðinn nægilega þurr fýkur
hann burtu“. Ef gróður sá, sem óx hér á landi frá
lokum ísaldar til landnámstíðar, hefur verið þannig,
að hann hafi bæði veitt jarðvegi skjól og hindrað of-
þornun Iians, þá hlýtur ástæðan til þess, að hægt sé
að tala um „reglubundna eyðingu gróðurlendisins“
af völdum ofþurrks að hveria. Ekki verður um það
tleilt, að birkiskógar og kjarr hafi vaxið langtum víð-
ar en nú, er land byggðist og víða þakið heil héruð.
I skógum og kjarri er ekki minnsta hætta á ofþorn-
1111 jarðvegar í jaln rakasömu loflslagi og hér er.