Búnaðarrit - 01.01.1944, Blaðsíða 269
B Ú N A Ð A R R I T
201
firðinga. Heimilt er þó að halda héraðssýningu í
liverri sýslu, en sökum þess hve þær þurfa milcinn
undirbúning, sá ég mér ekki fært að stofna til fleiri
fyrsta sumarið, sem sýningarnar voru háðar sam-
kvæmt hinum nýju lögum um hrossasýningar. Einn-
ig er það athugavert í sambandi við þessar héraðssýn-
ingar, að eftir því sem að þeim er sótt af stærra
svæði, þeim mun betri verða þær og áhrifaríkari.
Það má hiklaust fullyrða, að þessi héraðssýning;
liafi tekizt mjög vel. Veðrið var ágætt og hrossin
nutu sín því vel og virtust hrifa áhorfendur. í sýn-
ingarnefnd þeirri, sem annaðist undirbúning sýn-
ingarinnar og stjórnaði henni, voru þeir Ari Guð-
mundsson, verkstjóri í Borgarnesi, Þorgils Guðmunds-
son, kennari í Reykliolti og Gestur Kristjánsson, lög-
regluþjónn í Borgarnesi. I dómnefnd, af héraðsins.
hálfu, voru þeir Runólfur Sveinsson, skólastjóri á
Hvanneyri og' Ásgeir Jónsson, hóndi á Haugum.
Öll hrossin, sem komu á héraðssýninguna, höfðu
verið kjörin i i'yrsta flokk á sveitasýningum áður uni
vorið, og var þarna því samankomið úrvalið af hross-
um þessara tveggja sýslna.
Fyrstu verðlaun fengu 3 stóðhestar og 6 hryssur,
önnur verðlaun fengu 5 stóðhestar og 16 hryssur og
þriðju verðlaun fengu 5 stóðhestar og 11 hryssur.
Hér mun ég lýsa dálítið nánar þeim hrossum, sem
fengu fyrstu verðlaun.
1. Þoklti, Iiamri, ætlh. 232, var hezti hesturinn á
sýningunni og' fékk heiðursverðlaun, Borgfirðingabilc-
arinn, sem var gefinn af þingmönnum héraðanna,.
þeim Bjarna Ásgeirssyni og Pétri Oltesen. Bilcarinn
þarf að vinnast þrisvar sinnum til fullrar eignar.
Þokki er fæddur árið 1936 á Hamri, Borgarhreppiv
en er nú í eigu Hrossaræktarlelags Borgarhrepps.
Faðir: Móri frá Ivjalardal 123.
Móðir: Héla frá Haniri 512.