Heilbrigðismál - 01.06.1977, Side 3

Heilbrigðismál - 01.06.1977, Side 3
Á forsíðu er stílfærð mynd af staðsetniiiKii leitarstöðva Krabbaineinsféla^sins. Sjá bls. 7. Teikn. J. R. LEGHÁLSKRABBAMEIN 5 SAKKARÍN 9 BARN Á SJÚKRAHÚSI II VERNDUN HEILSUNNAR 15 NÝ TÖFLÚGLÖS 17 FRÁ AÐALFUNDI K. í. 18 FÓSTUREYÐINGAR 21 UNGA FÓLKIÐ ÁLYKTAR 25 LEITAÐ SVARA 27 mislingabólusetning 29 TÓBAKSFRÆÐSLAN 31 UM HÁVAÐA OG KVEF 33 2. tbl. 25. árg. Apríl-júní 1977. 122. hefti frá upphafi. Samhjálp sjúklinga I Fréttabréfi um heilbrigðismál var á síðasta ári fjallað nokkuð um hlutverk áhugamannafélaga í heilbrigðiskerfinu. Þar hafa meðal annarra Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra og dr. Jón Sigurðsson, fyrrverandi borgarlæknir í Reykjavík, rakið starfsemi slíkra félaga og þýðingu þeirra og lagt sérstaka áherslu á starfsemi krabbameinsfélaganna. Hefur þar komið fram að krabbameins- félögin hafa unnið mjög vel metið starf að krabbameinsleit og alls konar hjálp við lækningu, útvegun tækja bæði til meðferðar og greiningar á krabbameinum, en einnig að vísindarannsóknum og skráningu á krabbameinum meðal þjóðarinnar. Ennfremur hafa félögin komið upp aðstöðu til þess að nýta frumurannsóknir við greiningu krabbameina. Eitt er það þó sem lítið hefur verið unnið að skipulega enn sem komið er og má vera að fámenni þjóðarinnar hafi nokkru valdið um að dregist hefur að taka afstöðu til þess málaflokks. Hér er átt við aðstoð við og rniðlun upplýsinga til þess fólks sem stendur sjálft frammi fyrir sjúkdómsgreiningunni krabbamein. Oft getur verið mikilvægt að segja fólki að útlitið sé ekki eins svart og það gæti ímyndað sér. Enn er nokkur hula yfir krabbameini og óeðlileg hræðsla við það meðal þjóðarinnar. Fólk sem fær þessa sjúkdómsgreiningu fyllist ótta um að nú sé öllu lokið; aðeins sé eftir nokkurra mánaða þjáningarfullt sjúkdómsstríð og síðan sé dauðinn vís. Til allrar hamingju er málum alls ekki á þann veg farið og miklu meiri ástæða til bjartsýni en felst í framangreindu viðhorfi. Búast má við að flest okkar þekki einhverja einstaklinga sem hafa gengið í gegnum þá raun að fá að vita að þeir séu með krabbamein en hafa gengið undir skurðaðgerðir eða aðrar lækningar við sjúkdómnum og lifa nú góðu lífi meðal okkar. Flest okkar eiga sennilega í kunningjahópi fleiri einstaklinga sem þannig er ástatt um heldur en við höfum hugmynd um. Vegna þeirrar hræðslu og hulu sem tengd er krabbameini er fólk ekki að flíka því að það hafi gengið í gegnum þessa raun og fáir eru mjög opinskáir um það. Bjarni Bjarnason, sem um árabil var formaður Krabbameins- félags íslands, hafði brennandi áhuga á því að fólk færi að líta krabbamein réttum augum með hliðsjón af auknum batahorfum samfara þróun krabbameinslækninga. Hann hafði ákveðnar skoðanir á hlutverki sjúklinganna í þessu sambandi. í Fréttabréfi um heilbrigðismál, 1. tbl. 1974, sagði hann: „Miklum fjölda fólks vœri stór greiði gerður ef þeir sem hafa kvknast af krahhameini segðu sögu sína jafn frjálslega og afdráttar- 3

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.