Heilbrigðismál - 01.06.1977, Qupperneq 24

Heilbrigðismál - 01.06.1977, Qupperneq 24
veruleg hér á landi hin síðustu ár. Þannig er aukningin milli áranna 1974 og 1975 um 39% og aukningin milli áranna 1975 og 1976 um 15%. Hvað varðar fyrstu sex mánuði yfirstandandi árs þá hefur t.d. á Kvennadeild Landspítalans orðið 46% aukning frá sama tíma í fyrra (186 í stað 127). Fóstureyðingar notaðar sem þungunarvörn? Með hliðsjón af þessari miklu aukningu vaknar eðlilega sú spurning hvernig lögunum sé framfylgt. Fóstureyðingar eru ein- göngu í höndum lækna og félags- ráðgjafa og þeirrar konu sem æskir aðgerðar. Stjórnvöld hafa ekkert með þessi mál að gera, nema í undantekningartilvikum. Rísi ágreiningur um það hvort framkvæma skuli fóstureyðingu er málið lagt fyrir nefnd sem á að kveða upp úrskurð innan viku frá því að henni berst það í hendur. Eingöngu kemur til kasta nefndar- innar í þeim tilvikum þegar synjað er um fóstureyðingu. Frá því nefndin tók til starfa og til loka maimánaðar 1977 hefur einungis 12 slíkum málum verið vísað til nefndarinnar og eiga þau öll það sammerkt að liðnar eru meira en 12 vikur af meðgöngutíma. Ekkert mál hefur því komið til kasta nefndarinnar þar sem synjað hefur verið um fóstureyðingu fyrir 12. viku meðgöngutíma. Þetta leiðir hugann að því, hvort þeir sem eftir lögunum eiga að starfa líti svo á að um algerlega „frjálsar fóstureyðingar" sé að ræða fyrir 12. viku meðgöngu. Um slíkt er erfitt að dæma á þessari stundu en eitt er víst að aldrei var ætlunin að leiða í lög „frjálsar fóstureyðingar“ hér á landi. Það var lögð rík áhersla á það í greinargerð sem fylgdi frumvarp- inu að ekki mætti líta á fóstureyð- ingu sem þungunarvörn. Þess eru hins vegar dæmi að sama konan hafi fengið tvær fóstureyðingar á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan lögin öðluðust gildi og myndu þá margir álíta að hér væri um hreina og beina getnaðarvörn að ræða. Mönnum hættir mjög til þess að benda á hliðstæðar tölur frá ná- grannalöndunum hvað varðar fjölda fóstureyðinga. Þar er mikill niunur á en hins ber að gæta að þrátt fyrir að ísland og nálæg lönd hafi búið við svipaða löggjöf á þessu sviði hér áður fyrr voru fóstureyðingar hér á landi miklu færri en þar. Einnig ber þess að gæta að talið er að getnaðarvarnir nái til miklu fleiri barnshæfra kvenna hér á landi heldur en í nágrannalöndunum eða um 70% í stað um 50%. Það eitt getur haft þó nokkur áhrif á fjölda beiðna um fóstureyðingu. Á það skal bent að með nýju lögunum hefur að öllum líkindum verið algjörlega komið í veg fyrir svokallaðar ólöglegar fóstur- eyðingar, en þess voru dæmi hér áður fyrr að konur færu jafnvel til útlanda til að fá slíkar aðgerðir framkvæmdar. Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikiö Með lögunum frá 1975 voru ófrjósemisaðgerðir svo að segja gefnar frjálsar fyrir aðila 25 ára og eldri. Áður giltu mjög strangar reglur um slíkar aðgerðir eins og var um fóstureyðingar. Á árinu 1975 voru framkvæmdar 192 ófrjósemisaðgerðir, þar af 82 samkvæmt lögunum frá 1938, en þá þurfti heimild sérstakrar nefnd- ar til slíkra aðgerða. Á þessu sést að þrátt fyrir stranga löggjöf hefur orðið þó nokkur aukning hin síðari ár á þessum aðgerðum. Á árinu 1976 voru framkvæmdar 416 slíkar aðgerðir og er um meira en tvö- földun að ræða. Það sem er at- hyglisverðast er að það eru nær eingöngu konur sem fara fram á slíka aðgerð. Á árinu 1976 var Á Kvennadeild Landspítalans í Reykjavik voru gerðar 273 fóstureyðingar á síðasta ári (76,5% af öllum slíkum aðgerðum hérlendis) og 260 ófrjósemisaðgerðir (62,5%). Næst flestar aðgerðir voru á Sjúkrahúsinu á Akranesi, 36 fóstureyðingar (10,1 %) og 127 ófrjósemisaðgerðir (30,5%). Ljósm.: Gunnar v. Andrésson. 24 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.