Heilbrigðismál - 01.06.1977, Blaðsíða 29
Síóasti mislingafaraldurinn ?
Mislingar eru einn næmasti
smitsjúkdómurinn og hafa faraldr-
ar gengið hér á landi á þriggja til
fjögurra ára fresti. Langflest börn
veikjast af mislingum fyrir 10 ára
aldur og er því veikin sjaldgæf
meðal unglinga og fullorðinna.
Mislingar eru ekki talinn alvar-
legur sjúkdómur nú á dögum
en svo hefur ekki alltaf verið. Mis-
jafnt er frá einu þjóðfélagi til ann-
ars hverjar afleiðingar sjúkdómur-
inn hefur. Þannig virðist greinilegt
að beint samband sé milli
næringarástands og alnrenns
aðbúnaðar fólks og tíðni fylgi-
kvilla, og ennþá eru mislingar lífs-
hættulegur sjúkdómur meðal
frumstæðra þjóða. í einangruðum
þjóðfélögum, þar sem minni hluti
fólks nær að sýkjast á barns aldri
eða þar sem faraldrar hafa ekki
gengið í áratugi, geta mislingar
Nú hefur verið ákveðið að gera
mislingabólusetningu að föstum lið í
bólusetningum barna. Framvegis
verða öll tveggja ára börn bólusett
9egn mislingum.
Ljósm.: Gunnar V. Andrésson.
valdið miklum usla svo sem gerðist
á Grænlandi er þeir bárust þangað
fyrr á þessari öld. Algengustu
fylgikvillar mislinga eru heilabólga
og lungnabólga senr vírusinn veld-
ur. Bakteríulungnabólga getur
einnig komið fram og þá vegna
minnkunar á mótstöðu sjúklings-
ins, en eins og áður segir eru þessir
fylgikvillar tæpast þekktir nú á
dögunr hér á landi.
Fyrir um það bil tíu árum hófust
allvíðtækar bólusetningaraðgerðir
meðal fátækari og frumstæðari
þjóða, t. d. í Afríku, og hefur mikið
áunnist í baráttunni gegn sjúk-
dómnum síðan, þar á meðal mun
minni barnadauði af völdum hans.
Á Norðurlöndum hafa lengi
verið skiptar skoðanir um hvort
ástæða væri til að viðhafa al-
mennar ónæmisaðgerðir gegn
mislingum. Þannig hafa bæði
Norðmenn og Danir gert víðtækar
athuganir á því máli og kannað það
frá öllum hliðum, en komist að
gagnstæðri niðurstöðu. Danir töldu
ekki ástæðu til aðgerða en Norð-
rnenn töldu aftur á móti svo vera.
Norðmenn hafa því fyrir nokkru
hafið bólusetningar barna á öðru
ári gegn mislingum og Svíar og
Finnar hafa fylgt á eftir.
Hér á landi hefur mál þetta verið
alllengi til athugunar, en ákveðið
var á síðast liðnu ári að gera misl-
ingabólusetningu að föstum lið í
bólusetningum barna og hófust
þær hér í Reykjavík í nóvem-
bermánuði síðast liðnum. Nú eru
öll tveggja ára börn bólusett en
börnum að sex ára aldri er gefinn
kostur á þessari ónæmisaðgerð.
í maímánuði varð vart fjölgandi
mislingatilfelli í borginni og hefur
orðið úr því mislingafaraldur.
Bólusetningaraðgerðum var þó
ekki breytt vegna þessa faraldurs,
enda af ýmsunr ástæðum ekki
æskilegt að fjöldabólusetja meðan
á faraldri stendur.
Þar sem alnrennar bólusetning-
araðgerðir eru nú hafnar, æt'ti næsti
faraldur, sem hefði mátt vænta eftir
3—4 ár, að verða mjög vægur eða
falla niður. Þar með yrði horft á
bak enn einum smitsjúkdómnum.
S.G.J.