Heilbrigðismál - 01.06.1977, Qupperneq 11

Heilbrigðismál - 01.06.1977, Qupperneq 11
Barn Alda Halldórsdótlir hjúkrun- arfrœðingur skrifar þessa grein um vandamál harna sem þurfa að dveljast á sjúkrahúsum. Alda er sérmenntuð í barnahjúkrun. Oft á tíðum verða börn að dvelj- ast um lengri eða skemmri tíma á spítala af völdum ýmissa sjúkdóma eða slysa. Spitali er litlu barni annarlegt og framandi umhverfi, staður sem veldur jiví sársauka og ótta. Auk þess eru börn þar viðskila við foreldra sína einmitt þegar þau þurfa mest á þeim að halda. Al- mennt muna börn mjög lengi þá lífsreynslu sem spítaladvöl veldur og áhrifa hennar gætir einmitt á viðkvæmasta tímabili ævinnar. Dvölin þar getur því haft miður æskilegar afleiðingar á tilfinninga- líf og eðlilegan þroska. Mismunandi áhrif Á aldrinum eins til fjögurra ára veldur það barninu mestum áhyggjum að skiljast við foreldra sína. Eftir fjögurra ára aldur hættir barninu meira til að hafa áhyggjur af hvað muni verða gert við það, hvort það muni finna til eða verða meitt. En aftur á móti er auð- veldara að fá börn á þeim aldri til að skilja tilganginn með veru sinni a spítalanum. Er það því megin- regla að því eldri sem börnin eru þegar þau koma inn á spítalann því betra. Atferli og líðan barna eru greind > þrjú stig: Mótþróastig þar sem börnin eru hrædd og kvíðin en tjá sig opinskátt °g láta í ljós á kröftugan hátt geðs- hræringar sínar, sorg og gremju með gráti, sparki og ólátum. Og Nu vilja ekki skilja að móðirin þarf að fara frá þeim. Flest börn fara af spítalanum þegar þau eru enn á þessu stigi og sleppa þvi best frá þessari reynslu. Vonleysisstig þar sem börnin eru hrædd og kvíðin, en eru sljó, döpur og einangruð. Þau hafa gefist upp á tilraunum sínum til þess að komast til móður sinnar aftur og sýna af- skiptaleysi gagnvart umhverfinu. Afneitunarstig þar sem börnin afneita móður sinni og virðast hafa gleymt henni. Þá virðist barnið hafa öðlast jafnvægi sitt aftur, en það er þó aðeins á yfirborðinu. Hvað er það í atferli barns sem bendir til þess að röskun hafi orðið á tilfinningalífi þess? Öryggisleysi er áberandi vandamál sem keniur fram í ýmsum myndum, þ. e. skerðing á tilrú á foreldra. Eftir heimkomuna neitar barnið t. d. að fara út að leika sér og hangir í pils- um móður sinnar af ótta við að missa hana frá sér. Atferli eins og kvíði gagnvart öllu mögulegu, myrkfælni, magaverkir og að væta rúm verða áberandi vandamál. Al- gengt er að börnin neiti að borða. Af þessum sökum er töluverð hætta á of mikilli undanlátssemi móður- innar og erfitt reynist fyrir hana að þræða hinn gullna meðalveg. Sum börn staðna á þroskabrautinni að því er tekur til talmyndunar eða að læra að sitja uppi, skríða eða ganga og stjórna þvagiátum eða hægðum. Börn á skólaaldri dragast aftur úr í námi eftir langa spítalavist. Sam- band þeirra við skóla, leikfélaga, i hugum sumra hafa barnasjúkrahús á sér svip innilokunar en í grein þessari er bent á ýmislegt sem gert hefur verið og gera má til að dvöl barnanna fjarri heimilunum geti verið eins eðlileg og kostur er á. All- ar myndirnar með þessari grein tók Gunnar V. Andrésson á Barnaspítala Hringsins í byrjun júnímánaðar, en að öðru ieyti á greinin ekki við það sjúkrahús sérstaklega. JÚNI 1977 11

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.