Heilbrigðismál - 01.06.1977, Blaðsíða 27

Heilbrigðismál - 01.06.1977, Blaðsíða 27
Leifaö uara Eins og frá var greinl í síðasta blaði er nú hleypt af stokkunum nýjum þœtti sem birtast mun til að byrja með í öðru liverju tölu- blaði. Lesendum Fréttabréfs um heilbrigðismál er hér gefinn kostur á að senda spurningar sem siðan verður leitað svara við hjá mönnum sem sérfróðir eru um hin ýmsu svið heilbrigðismála. A uk þess efnis sem hér er birt hafa borist nokkrar aðrar fyrir- spurnir, en lesendur eru enn á ný hvattir til að notfœra sér þessa þjónustu. Gæði neysluvatns Hafa þurrkar á þessu ári haft áhrif á gæði neysluvatns Reyk- víkinga og í hverju eru eftirlitið fólgið? Leitað var svara hjá Þórhalli Halldórssyni forstöðumanni HeiIbrigðiseftirlits Reykjavíkur- borgar: Síðustu tólf mánuði hafa verið tekin tæplega 200 sýnis- horn af neysluvatni. Langmest- ur hluti þess er úr Gvendar- brunnum og Bullaugum. Flest þeirra sýnishorna sem tekin hafa verið frá áramótum og til maíloka hafa verið nothæf, þrátt fyrir þurrkana. Heilbrigðiseftirlitið tekur sýnishorn af neysluvatni í Reykjavík a. m. k. tvisvar í mánuði, en oftar ef ástæða þykir til svo sem yfir sumar- tímann. Rannsakaður er gerla- fjöldi, m. a. kólíbakteríur (jarð- vegs- og þarmabakteríur), og einnig er vatnið efnagreint ef því er að skipta, einkum með tilliti til ýmissa málmsalta. Annars vegar eru tekin sýni úr Gvendarbrunnum og úr Bull- augum í Grafarholti þaðan sem neytendur úr Árbæjarhverfi og Breiðholtshverfi fá neysluvatn sitt. Hins vegar eru tekin sýni úr krönum í heimahúsum og í ýmsum stofnunum í Reykjavík. Fyrir getur komið að gæði neysluvatns sem tekið er í borg- inni séu ekki fullnægjandi og má þá yfirleitt leita gallanna í heimæðum eða dreifikerfi. Aukaefni í brauði Sænskir áhugamcnn um heilsuvernd hafa haft áhyggjur af notkun ýmissa aukaefna í brauðvörum þar í landi. Eru notuð hérlendis cfni eins og bensoesýra, sorbinsýra og kalsíumacetat í brauð? Leitað var svara hjá Jóni Ótt- ari Ragnarssyni matvœla- frœðingi: Samkvæmt reglugerð 250/ 1976 er ekki heimilt að nota þessi efni í brauðvörur. Eftirlit með framkvæmd ákvæðanna er ekki enn komið í viðunandi horf en engin ástæða er til að ætla að umrædd efni séu notuð hér til að auka geymsluþol matarbrauða. Eina rotvarnarefnið sem má nota í þessa brauðtegund er propion- sýra. Fyrsti keisaraskurðurinn Með grein um Kvennadeild Landspítalans í síðasta blaði voru birtar athyglisverðar Ijós- myndir af keisaraskurði. Er vitað um upphaf slíkra aðgerða hér á landi, og hvernig er nafnið keisaraskurður til komið? Leitað var svara hjá Guð- mundi Jóhannessyni lœkni en hann var annar af höfundum greinarinnar: Á læknamáli heitir keisara- Sjö af hverjum tíu brauðum sem hér eru seld eru franskbrauð en talið er að heilhveitibrauð og önnur brauð úr grófu korni séu hOllari. Ljósm.: J.R. JÚNÍ 1977 27

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.