Heilbrigðismál - 01.06.1977, Qupperneq 5

Heilbrigðismál - 01.06.1977, Qupperneq 5
LEGHALSKRABBAMEIN Skipubgóar hópskoóanir hafa leitt til verulegrar fœkkunar dauósfalb Grein þessi er eftir Guðnmnd Jóhannesson en hann er yfir- lceknir leitarstöðvar Krabba- Meinsfélags íslands. Siðar verða birtar greinar um brjósta- krabbamein og krabbamein í legbol og eggjastokkum. 'Hkynja sjúkdómar eru mikið vandamál Hér á landi. eins og í flestum dðrum löndum, eru illkynja sjúk- dóniar önnur algengasta dánaror- sökin, næst á eftir hjarta- og æða- sjúkdómum. Samkvæmt niann- fjölduskýrslum Hagstofu fslands óóu alls á tíu ára tímabilinu 1961 ~70 rúmlega 2700 manns hér á lundi úr illkynja sjúkdómum (krabbameinum) og þar af var um helmingurinn konur. Dánartíðni vegna fimm al- gengustu krabbameina hjá konum Var á sama tímabili sem hér segir: ^fjóstakrabbamein 221, maga- krabbamein 221, krabbamein i leghálsi 111, krabbamein í eggja- stokkum 95 og krabbamein í legbol 36 (þrjú þau síðast nefndu saman- lagt 242). Þessar fimm tegundir krabba- nieina hafa því kostað okkur 684 mannslif á einum áratug eða að meðaltali um 68 á ári. Þess hefur °ft verið getið réttilega hversu mikilla fórna hafið hefur krafið 'slensku þjóðina þar sem hörð sjó- s°kn hefur löngum verið talið eitt nðalsmerki íslendinga. Til saman- nrðar er fróðlegt að geta þess að á áðurnefndu tíu ára tímabili 1961 — 70 var fjöldi dauðaslysa á sjó og í vötnum, þar með talin vélaslys á sjó, alls 221 eða nokkuð lægri en fjöldi þeirra kvenna sem á sama tímabili létust af völdum krabba- meins í kynfærum (242). Á sama tímabili dóu nákvæmlega jafn margar konur af völdum brjósta- krabbameins og magakrabba- meins, hvors fyrir sig, eins og samanlagður fjöldi dauðaslysa á sjó var. Sé litið á heildardánartíðnina af völdum þessara fimm al- gengustu krabbameina hjá konum hafa á þessu timabili dáið árlega rúmlega þrisvar sinnum fleiri kon- ur heldur en allir sem létust af slysum á sjó og vötnum. Af þessum samanburði má sjá að illkynja sjúkdómar eru ekki aðeins vandamál þeirra sjúklinga sem sýkjast heldur eru þeir einnig stórt þjóðfélagsvandamál. Það er því mikils um vert að beitt sé öllum tiltækum ráðurn í þeirri viðleitni að flýta greiningu meinsins og bæta Leghálsakrabbamein á byrjunarstigi (stig I). Telkn.: F. Netter. meðferð krabbameinssjúklinga. En þetta er einmitt megin tilgangur krabbanieinsfélaganna. Krabba- meinsfélag íslands og önnur krabbameinsfélög hafa haldið uppi krabbameinsleit hjá konum síðustu árin. Vegna þeirra sérstöku mögu- leika sem frumurannsóknir hafa gefið til greiningar frumstigs breytinga í leghálsi, beindust þessar skoðanir í fyrstu nær eingöngu að greiningu leghálskrabbameinsins. í þessari grein verður fjallað urn leghálskrabbamein og áhrif hóp- skoðana í tíðni þess og dánartölu, en áformað er að gera síðar á sama hátt skil öðrum illkynja sjúk- dómurn sent þessi krabbameinsleit hefur i ríkara mæli beinst að síðustu árin, þ. e. a. s. krabbamein í brjóstum, legbol og eggjastokkum. Heildarútgjöld til heilbrigðis- mála eru á fjárlögum ársins 1977 áætluð 30 milljarðar króna en aðeins einum þúsundasta hluta þessara útgjalda er varið til krabbameinsleitar, þrátt fyrir þá staðreynd að krabbamein er dánarorsök í einu tilfelli af hverjum fimm hér á landi síðustu árin. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort ekki sé ástæða til að beina í ríkara mæli meira fjármagni til þeirra þátta heilbrigðismála þar sem vænta ntá áþreifanlegs árangurs eins og komið hefursvo greinilega í ljós í sambandi við krabbameins- leit. Hugsanlegar orsakir Um orsakir leghálskrabbameins er fátt vitað með vissu. Sjúk- JÚNÍ 1977 5

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.