Heilbrigðismál - 01.06.1977, Side 10
Kanadískur vísindamaður með eina
af rottunum sem notaðar voru í hinni
umdeildu rannsókn á sakkaríninu.
Ljósm.: Dep. of N. H. & W., Ottawa.
manna og flest þau efni sem vitað
er að valda krabbameini í mönn-
um hafa sömu áhrif á þessi dýr.
Vegna þess hve æviskeið þessara
tilraunadýra er stutt (oft um 2 ár)
þykir réttlætanlegt að nota stóra
skammta af efnum til að ná fram
svipuðum áhrifum eins og smáir
skammtar hafa á mannfólk á
mörgum áratugum (40 til 60 árum).
Það sem nú er deilt um í Banda-
ríkjunum er hvort umrædd Delan-
ey ákvæði séu of ströng. Nú sem
stendur getur einungis sykur komið
í stað sakkaríns hjá miklum fjölda
fólks, en vitað er að of mikil sykur-
neysla veldur offitu, og talið er að
samband sé á milli hennar og hættu
á hjartasjúkdómum. Þeir geta leitt
margfalt fleiri til dauða en þá 700
sem talið er að geti fengið blöðru-
krabbamein þar í landi árlega af
sakkarínneyslu. Að vísu er gert ráð
fyrir að þeir sem eru með sykursýki
geti fengið keypt sakkarín sem lyf,
en þá er enn óleystur vandi allra
þeirra sem nota gervisætiefni til að
halda réttri þyngd og til að minnka
líkur á tannskemmdum.
íslensk yfirvöld telja ekki að svo
komnu máli rétt að draga úr not-
kun sakkaríns með valdboði. Hér
eru aðeins 5% af gosdrykkjasölunni
sykurlausir drykkir en ekki er vitað
nákvæmlega um notkun gervisæti-
efna að öðru leyti hérlendis. Ýmsir
telja þó að notkun þeirra megi
aukast mikið enn á kostnað sykr-
aðra drykkja án þess að ástæða sé
til sérstakra aðgerða, en því hefur
verið haldið fram að sykurnotkun- j
in hér á landi sé meiri en i mörgum
öðrum löndum.
Þess má að lokum geta að talið er
að unnt sé að sneiða hjá notkun
sykurs og annara efna sem gefa
sætt bragð, því að álitið er að
sætindaneysla sé ávani sem mögu-
legt sé að venja sig af. Það getur
hins vegar reynst mörgum erfitt ef
marka má máltækið: Vont er vana
að kasta. -jr.
Byggt á grcinum úr NEW YORK
TIMES, NEWSWEEK, TIME,
MEDICAL WORLD NEWS,
HÁLSA, JAFNVÆGI o. fl.
Eimi sianí ARRA
svo aftur og aftur
AKRA smjörliki er ódýrt; harönar ekki í ísskáp.
bráðnar ekki við stoluhita. Ekkert er betra á pönnuna.
það sprautast ekki. Úrvats smjörliki i allan bakstur.
SMJÖRLÍKISGERÐ AKUREYRAR HF.
10
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL