Heilbrigðismál - 01.06.1977, Side 14

Heilbrigðismál - 01.06.1977, Side 14
um hvort það muni finna mikið eða lítið til. Þeir geta sagt barninu frá heimsóknartímum og hvernig það komist í félagsskap við önnur börn. Rétt er að leggja áherslu á að yngri börnin taki með sér uppáhalds leikfang, svo sem gamla dúkku eða bangsa sem þeim þykir vænt um og sem tengir þau við heimili sitt. Gagnkvæmt traust og samvinna þarf að vera milli starfsfólks og foreldra til að árangur verði sem bestur. Mikilvægt er að foreldrar leggi réttan skilning í þá meðferð sem barnið fær, en láti jafnframt í ljós skoðanir sýnar við rétta aðila ef eitthvað amar að, að þeirra dómi. Foreldrarnir eru þeir sem best þekkja barnið og þarfir þess og eru því þátttakendur í meðferðinni. Foreldrar þurfa að kynna sér reglur deildarinnar og hvað liggur þeim til grundvallar. Til dæmis er bann við sælgætisnotkun ekki sett aðallega vegna þess að það sé óhollt eða dragi úr matarlyst, held- ur til að vernda þau börn sem þurfa að fasta. Þannig er ástæðan fyrir því að systkini innan 12 ára fá ekki að koma í heimsókn einfaldlega sú Starfsstúlka spjallar við börn á dag- stofu. að innan þess aldurs er algengast að börn fái hina ýmsu smitsjúkdóma, svo sem niislinga og hlaupabólu, og geta því verið smitberar. Það getur reynst mjög alvarlegt fyrir þau börn sem fyrir eru, ef þau veikjast af slíkum sjúkdómum ofan á annað. Barnið fær aukið öryggi við heimsóknir foreldranna, og ekki má með neinu móti draga úr þeim, jafnvel þótt þær komi róti á til- finningar þess og það gráti þegar foreldrarnir fara, sem er eðlilegt. Það besta sem foreldrarnir geta gert er að vera eins glaðleg og eðlileg og frekast er unnt. Margir telja að það eigi ekki að koma slíku róti á huga barnsins en þeir sem kynnst hafa hinu eldra fyrirkomulagi, þegar heimsóknir voru aðeins leyfðar tvisvar sinnum í viku, vita betur. Að draga úr heimsóknum til barn- anna ber vott um skammsýni því að þá er framtíðin látin víkja fyrir augnablikinu. En skilningur manna og viðhorf hafa rnjög breyst til hins betra á undanförnum árum. Félagslegt og efnislegt umhverfi barna er dvelja á spítala miðast nú enn meir við það að ekki sé raskað hinum daglegu lifnaðarháttum barnsins, því aug- Á síðustu árum hefur heimsóknar- tími á barnaspítulum verið rýmkaður mjög og foreldrunum leyft að dvelja þar svo lengi sem þau geta og allar aðstæður bjóða upp á. Ijóst má einnig vera að veik börn hafa sömu undirstöðuþarfir og þau sem heilbrigð eru. Q

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.