Heilbrigðismál - 01.06.1977, Síða 33

Heilbrigðismál - 01.06.1977, Síða 33
 HÁVAÐIOG HEITT VATN Efni frá ritstjóratíö Baldurs Jonnsen Hávaði og heilsufar Hávaði er hvers konar óæskileg hljóð. Það sem fyrst og fremst ræður úrslitum er hljómstyrkurinn og sveiflu- hraðinn. Sterkur hljómur trufl- ar meira en lágur hljómur. Há og skrækjandi hljóð meira en dimm og drungaleg. Það hefur ekki síður þýðingu hvort tíma- lengdin á milli hljóðanna er jöfn eða ójöfn. Menn geta vanist stöðugum hávaða. Menn geta sofið vært við stöðugan hávaða sem þeir hafa vanist en vaknað þegar hann hættir. Menn geta líka vanist hávaða sem hefst og hættir með reglubundnum millibilum og hætta að taka eftir honum. Það hefur einnig mikið að segja á hvaða tíma dags hávaðinn er og afstaða manns sjálfs til þess sem háv- aðanum veldur. Hávaði sem maður sjálfur veldur, eða stafar frá einhverju sem maður hefur áhuga fyrir, verður sjaldnast til mikilla vandræða fyrir ntann sjálfan. Maður getur orðið ofsareiður út af hávaða frá börnum nágrannanna en org og skrækir og ólæti eigin barna hljóma eins og vögguljóð í eyr- um mæðranna. Þannig má segja að matið á hávaðanum sé ýmsu háð. Mjög sterk, skerandi eða hvell hljóð geta skemmt heyrn- ina á marga vegu svo að af hljótist varanlegt heyrnarleysi eða heyrnardeyfð. Það er ekki gott að draga markalinu á milli hávaða sem beinlínis skaðar heyrnina og óskaðlegs hávaða. Þess eru mörg dæmi að þeir sem hafa unnið í mjög miklum háv- aða hafi af hlotið varanlegt heyrnarleysi eða heyrnardeyfð. En aðalskaðsemi hávaðans er ekki fólgin í því hvernig áhrifin eru á sjálfa heyrnina heldur í áhrifunum á taugakerfið. Jafn- vel við rninni háttar hávaða truflast samtöl, ekki síst í síma, og önnur samskipti manna. Þeir sem daglega verða fyrir slíkum óþægindum heima eða á vinnustað fá smám saman ýmis einkenni taugaveiklunar. Þeir fara að finna til ótímabærrar þreytu, minnkandi starfsgetu, einkum við störf sem krefjast einbeitingar, svo og vaxandi bráðlyndis. En þegar þessi byrjunareinkenni eru búin að standa nokkurn tíma, þá eykst enn viðkvæmnin fyrir háv- aðanum og þannig koll af kolli I tilefni af afmæli Fréttabréfs um heilbrigðismál er hér birt efni frá því Baldur Johnsen var ritstjóri tímaritsins, 1961 — 64. uns stórvandræði geta hlotist af. Hávaði sem alls ekki verður vart við á daginn getur orðið til stórvandræða að nóttu til og svo slæmur sem mikill daghávaði kann að vera fyrir heilsuna, þá er næturhávaðinn á venjulegum svefntíma enn verri. Algengasta ytri orsökin til svefnleysis er einmitt hávaði og afleiðingar þess eru tauga- veiklun og þverrandi starfsþrek. Áhrif ótilhlýðilegs eða ofsa- legs hávaða á menn eru að sjálfsögðu mjög misjöfn eins og áhrifin eru misjöfn af mismun- andi sterku ljósi, ólykt eða ó- bragði af mat. Nóv, —des. 1962. Hitaveitan og kvefið Fjölbýlið i borgum og bæjum hefur upp á ýmsa kosti að bjóða en því fylgja einnig ýmsir ók- ostir. Einn þessara ókosta er reykplágan. í Reykjavík ogýmsum öðrum bæjum á íslandi hefur tekist að r<i>Jr<5>jr<^jri5>jr<ivr<5>jr<5)jr<5>Jr<5>jr<5>jr<5>jr<5>>r'5>j<<5>Jr<&jr<5>jr<5>>r<5»rQy;r<5yr<5>jr<5>j<<5>jr<5>jr<5!>Jr<öJr<ÖJr<5vr^Jr<5yr<^jr^>><

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.