Heilbrigðismál - 01.06.1977, Qupperneq 7
fyrst til gefi gaum þeim einkennum
sem veita einhvern grun um ill-
kynja sjúkdóm. Þau einkenni sem
samfara eru leghálskrabbameini og
sérstaklega er ástæða til að veita
athygli eru eftirfarandi:
1. Blóðlituð eða dökkleit útferð.
2. Blæðingar á milli tíða, eftir
samfarir eða við áreynslu, eða
langdregnar blæðingar sem standa
meira en viku.
3. Verkir yfir lífbeini eða spjald-
hrygg, eða verkir sem leiða niður í
ganglimi. Verkir koma venjulega
ekki fram fyrr en sjúkdómurinn er
kominn á hátt stig.
Skurðaðgerðum og
Qeislameóferð beitt
Meðferð leghálskrabbameins er
hreytileg og mjög háð því hve
sjúkdómurinn er langt genginn.
v>ð staðbundið mein er oftast
notuð lítil skurðaðgerð sem fólgin
er i því að keilulaga biti er tekinn úr
legtappanum inn við leghálsopið.
Breytingarnar eru lang oftast stað-
bundnar á mótum flöguþekjunnar
°g kirtilþekjunnar inn við legháls-
°pið. Þegar þær hafa verið fjar-
itegðar með keiluskurði reynist það
oftast fullkomin lækning.
Sé orðið um að ræða eiginlegt
krabbamein, en sjúkdómurinn
annars alveg á byrjunarstigi, kemur
e|nnig til greina skurðaðgerð sem
fólgin er í því að gert er legnám. Þá
er legið fjarlægt og jafnframt nær-
hggjandi eitlastöðvar í grindar-
holinu. Sé sjúkdómurinn aftur á
moti lengra genginn er geislameð-
ferð öruggust og þá gefið annað
hvort radium eða tilsvarandi
geislagjafi sem lagður er að æxli í
leghálsinum en síðan gefin ytri
geislun með röngten eða hávolta-
geislum (kóbalt). Við endursýkingu
keniur til greina róttæk skurð-
aðgerð, þar sem eingöngu hefur
‘iður verið beitt geislameðferð, og í
vtssurn völdum tilvikum einnig
yfjameðferð. Bæði á sviði skurð-
tekninga og geislameðferðar hafa
orðið verulegar frantfarir í meðferð
leghálskrabbameins á síðustu ár-
um.
Ótvíræður árangur
af hópskoðunum
Frumurannsóknir hafa reynst
þýðingarmikið hjálpartæki til
greiningar á byrjandi legháls-
krabbameini og forstigum þess, þ.
e. hinu svokallaða staðbundna
meini. Þekjan á yfirborði leghálsins
og í efsta hluta legganganna
endurnýjast ört og ysta frumulagið
fellur stöðugt af. Þær frumur sem
finnast í slími legganganna endur-
spegla þess vegna ástand þekjunn-
ar. Við rannsókn á slíkum sýnum
má með smásjárskoðun greina
hvort um er að ræða eðlilegt
frumusýni eða mismunandi stig af
afbrigðilegri frumumynd allt yfir í
illkynja frurnur.
Krabbameinsfélag íslands hefur
síðan í júní 1964 rekið leitarstöð að
Suðurgötu 22 í Reykjavík. Þessi
starfsemi var fyrstu árin bundin við
Reykjavík og nágrenni en var færð
út árið 1969 og nær nú til alls
landsins. Hafa deildir krabba-
meinsfélaganna víðs vegar á land-
inu unnið að þessari leitarstarfsemi
hvert í sínu umdæmi.
Allar konur 25 ára og eldri eru
boðaðar bréflega til skoðunar á
tveggja til þriggja ára fresti. Þeim
sem þess óska er heimilt að mæta
oftar og þeim sem einhverra hluta
vegna hafa ekki fengið bréf er
einnig frjálst að mæta. Talsverður
fjöldi kvenna er í stöðugu eftirliti
vegna minniháttar breytinga sem
ekki gefa tilefni til meðferðar þegar
í stað. Þær konur sem vanrækja að
mæta fá sérstaklega send
hvatningarbréf.
f heild hefur þátttakan verið góð,
sérstaklega við fyrstu skoðun. Á
fyrstu tíu árum þessarar starfsemi,
eða til ársloka 1974, höfðu um 84%
af öllum konum á aldrinum 25—60
ára verið skoðaðar a. m. k. einu
sinni. Á þessu árabili hafa með
hópskoðunum verið greindar 347
konur með staðbundið mein (for-
stigsbreytingar) og 107 konur með
fullmótað leghálskrabbamein. f
þeim hópi sem greindur hefur verið
við hópskoðun hefur yfirgnæfandi
Skoðanaferðir á vegum Leitarstöðvar B hafa verið farnir annað hvert ár frá
Reykjavík, Akranesi og Akureyri til ýmissa staða á landinu. Staðbundnar
skoðanir eru auk þess framkvæmdar á Blönduósi, Sauðárkróki og Húsavík.
JÚNI 1977
7