Heilbrigðismál - 01.06.1977, Qupperneq 13

Heilbrigðismál - 01.06.1977, Qupperneq 13
Vatnslitirnir eru vinsælir í föndur- stofunni en einnig er unnið úr leir, 0,in lítil teppi og myndir, búnar til skeljaskreytingar o. <1. Ljóst þykir að sjúkraiðja veitir börnum tækifæri til að þroskast og þjálfast við leik og starf. ^örn sem mannlegar verur á þroskaskeiði með fjöldann allan af s°rþörfum, en ekki aðeins seni umgjörð um sjúkdóma sem lækna a- Fyrir utan faglega þekkingu þarf starfsfólk að gegna hlutverki upp- <>lenda og kennara. Við flesta Farnaspítala starfa nú orðið iðju- þjálfar, kennarar og fóstrur er liafa yfirumsjón með kennslu og leik Farnanna. Að sjálfsögðu eru aðrir starfshópar sér meðvitandi um þessa mikilvægu þætti, en í hinu umfangsmikla starfi barnaspítalans er alltaf nauðsynlegt að hafa akveðna verkaskiptingu, sem má þó ekki koma í veg fyrir að börnin fái sinn móðurstaðgengil. Framfarir hafa orðið í hönnun barnaspítala. Meiri áhersla er lögð á heimilislegt umhverfi við hæfi barna, að svo miklu leyti sem hægt er, og reynt er að skapa aðstöðu fyrir þörf þeirra til leikja og tjáning- ar. Föndurherbergi, leikherbergi, útivistarsvæði með leiktækjum og kennslustofur eru nauðsynlegir þættir í hinni félagslegu meðferð. Vegna bættrar þjónustu er nú hægt að útskrifa börn nrun fyrr en áður var. Eins hefur göngudeildar- meðferð aukist, þannig að börn- um t. d. með sykursýki er kleift að dveljast heima í stað þess að dvelja á barnaspítala. Ef horft er til fram- tíðarinnar. ntá ætla að ef til vill verði hægt að færa meðferðina í auknurn mæli inn á heimilin, í eðlilegt umhverfi barnsins. Hlutverk foreldranna er veigamikið Undirbúa þarf barnið fyrir spítalavistina. Ekki má segja barni með neinu móti ósatt ef það spyr og svíkja það inn á spítalann með því að segja að það eigi eitthvað annað í vændum en til stendur. Gott er að sýna því myndabækur frá barna- deildum, en þær bækur lýsa á ein- faldan hátt lífinu þar. Foreldrar geta róað hug barnsins nteð því að lýsa fyrir því hvernig spítalavist er yfirleitt í stað þess að skeggræða Merki Barnaspítala Hringsins er táknrænt fyrir þá umhyggju sem börnunum er sýnd þar. JÚNI 1977 13

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.