Heilbrigðismál - 01.06.1977, Page 23

Heilbrigðismál - 01.06.1977, Page 23
FJÖLDI FÓSTUREYÐINGA Á ÍSLANDI 1960—1976 Lagaákvæöi um ófrjósemisaðgerðir Ófrjósemisaðgerð er, samkvæmt lögunum, þegar sáðgöngum karla eða eggvegum kvenna er lokað og þannig komið í veg fyrir að við- komandi auki kyn sitt. Ófrjósemisaðgerð er heiniil samkvæmt lögunum í eftir- greindum tilvikum: 1. Að ósk viökomandi ef hann er fullra 25 ára og óskar eindregið og að vel íhuguðu máli eftir því að komið verði í veg fyrir að hann auki kyn sitt, og ef engar læknisfræði- legar ástæður mæla gegn aðgerð. 2. Sé viökomandi ekki fullra 25 ára: a. Ef ætla má að heilsu konu sé hætta búin af meðgöngu og fæð- ingu. b. Ef fæðing og forsjá barna yrði of mikið álag fyrir viðkomandi með hliðsjón af lífskjörum fjölskyld- unnar og af öðrum ástæðum. 3. Ef sjúkdómur, líkamlegur eða geðrænn, dregur alvarlega úr getu viðkomandi til að annast og ala upp börn. 4. Þegar ætla má að barn við- komandi eigi á hættu að fæðast vanskapað eða verða haldið alvar- legum sjúkdómi vegna erfða eða sköddunar á fósturstigi. Sé viðkomandi fullra 25 ára er ófrjósemisaðgerð heimil ef fyrir liggur umsókn hans. Sé viðkom- andi hins vegar ekki fullra 25 ára er ófrjósemisaðgerð heimil þegar fyrir liggur umsókn viðkomandi og rök- studd skrifleg greinargerð tveggja lækna, eða læknis og félagsráðgjafa sé eingöngu um að ræða félagslegar ástæður fyrir aðgerð. Annar þess- ara lækna skal vera sá sérfræðingur sem aðgerðina framkvæmir. Einungis læknar með sérfræði- viðurkenningu í almennum skurð- lækningum, kvensjúkdómum eða þvagfæraskurðlækningunt ntega framkvæma ófrjósemisaðgerðir. Aðgerðirnar má aðeins frant- kvæma á sjúkrahúsum sem til þess hafa hlotið viðurkenningu ráð- herra. Sjúkratryggingar almannatrygg- inga greiða sjúkrakostnað vegna fóstureyðinga og ófrjósemisað- gerða. Rísi ágreiningur um það hvort framkvæma skuli fóstureyðingu eða ófrjósemisaðgerð skal tafar- laust vísa málinu til landlæknis. Á hann að leggja málið undir úrskurð nefndar sem skipuð skal í þeim til- gangi að hafa eftirlit nteð frarn- kvæmd laganna. í nefndinni eigi sæti þrír menn og skal einn þeirra vera læknir, einn lögfræðingur og einn félagsráðgjafi. Ein fóstureyðing á degi hverjum Árin 1950 til 1968 var fjöldi fóstureyðinga á bilinu frá 29 til 76 eða frá 0,6% til 1,7%, ef miðað er við fjölda fæðinga. Á árinu 1969 varð töluverð aukning og urðu fóstureyðingar þá sem samsvarar 2,3% miðað við heildarfæðingar. Síðan hefur orðið jöfn aukning fóstureyðinga þannig að á árinu 1973 voru þær orðnar 194 eða 4,2% og á árinu 1974 233 eða 5,2%. Á þessum árum var búið við óbreytta löggjöf á þessu sviði. Á árinu 1975 urðu fóstureyðingar 308, þar af voru um 110 framkvæmdar sam- kvæmt gömlu lögunum. Árið 1975 voru fóstureyðingar um 7% miðað við heildarfæðingar og 1976 eru þær samtals 357 eða um 8% miðað við fæðingar. Sambærilegar tölur í nágrannalöndum frá árinu 1975 eru miklu hærri og má nefna sem dæmi að á Grænlandi voru þær 40,7%, í Danmörku 38,7%, í Finn- landi 32,3%, í Svíþjóð 31,4% og í Noregi 26,9%. Engum blandast hugur um að aukning fóstureyðinga hefur orðið JÚNl 1977 23

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.