Heilbrigðismál - 01.06.1977, Blaðsíða 31
HEIMSÓKNIR
í 77 SKÓLA
Samstarf Krabbameinsfélags
Reykjavíkur og skólanna í landinu,
einkum á sviði tóbaksvarna, hvílir á
gömlum og traustum grunni en
hefur að undanförnu verið nánara
og viðameira en nokkru sinni fyrr.
Nokkuð hefur verið sagt frá þessari
starfsemi í síðustu tölublöðum
Fréttabréfs um heilbrigðismál og í
Takmarki. Til frekari fróðleiks er
nú birt eftirfarandi yfirlit um
nokkra helstu þættina í framlagi
félagsins til skólastarfsins síðast
liðið skólaár.
Framkvæmdastjóri félagsins
heimsótti á þessu tímabili samtals
77 skóla á mismunandi skólastigum
þar af 40 í Reykjavík og nágrenni
— suma margsinnis — en 37 í níu
sýslurn og sex kaupstöðum utan
höfuðborgarsvæðisins. Ræddi
hann við nemendur um skaðsemi
reykinga og um reykingavarnir og
sýndi þeim kvikmyndir. Auk þess
sagði hann frá starfsemi krabba-
meinssamtakanna eftir því sem við
var komið. 1 grunnskólum í
Reykjavík og nágrenni hitti hann
fyrst og fremst að máli nemendur 6.
og 7. bekkjar en í allmörgum skól-
um einnig nemendur 8. bekkjar og
jafnvel 9. bekkjar. f grunnskólum
utan höfuðborgarsvæðisins var aft-
ur á móti nær ávallt leitast við að
ná til allra aldursflokka en
„dagskráin" var mismunandi eftir
því hverjir áttu í hlut.
Nokkrir áhugasamir lækna-
nemar fóru með vorinu í eina 10
skóla á höfuðborgarsvæðinu í
samráði við Krabbameinsfélagið.
Fluttu þeir nemendum 7. bekkjar,
og í einstaka tilvikum 8. bekkjar,
fræðslu um skaðsemi reykinga í
máli og myndum.
Krabbameinsfélag Reykjavíkur
lét skólunum í té ýmiss konar
prentað fræðsluefni um áhrif og
afleiðingar reykinga, m. a. efni það
sem lagt hefur verið til grundvallar
við hópvinnu sjöttubekkinga sem
frá hefur verið sagt í þessu blaði.
Einnig var mikið um að félagið
lánaði skólunum og nemendum
kvikmyndir um þetta efni.
Félagið dreifði límmiðum gegn
reykingum og veggspjöldum
(plakötum) í tugþúsundatali meðal
skólafólks. Var það bæði gert í
skólunum, m. a. með blaðinu Tak-
marki, og á skrifstofu félagsins en
þangað kemur daglega fjöldi barna
og unglinga til að afla sér baráttu-
gagna. Flest veggspjaldanna hefur
Krabbameinsfélagið gefið út sjálft
á undanförnum árum. Má heita að
upplag þeirra allra sé nú þrotið.
Límmiðana hefur Samstarfsnefnd
um reykingavarnir látið gera, svo
og tvö nýjustu veggspjöldin.
Starfsmenn Krabbameinsfélags
Reykjavíkur eru þegar farnir að
undirbúa fræðslustarfið í skólun-
um næsta vetur. Er að því stefnt að
efla það á ýmsan hátt eftir því sem
kostur er á.
Enginn vafi er á því að starfið í
skólunum og barátta unga fólksins
sem upp af því hefur þegar sprottið
á drjúgan þátt í þeirri breytingu
sem nú er að verða á afstöðu fólks
hér á landi til reykinga svo sem
meðal annars má sjá í minnkandi
tóbakssölu. Haldist allt í hendur:
skipulagt fræðslu- og varnaðarstarf
í skólunum, markviss áróður í fjöl-
miðlum, meiri aðstoð við fólk sem
vill hætta að reykja og auknar
skorður við reykingum á almanna-
færi má innan skamms vænta ár-
angurs sem eftir yrði tekið hvar sem
glímt er við tóbaksvandamálið.
Þ.ö.
Unga fólklð hefur verið Iðið við að koma á framfæri þeim boðskap gegn
reykingum sem mátt hefur iesa á límmiðunum og veggspjöldunum. Þessum
Qögnum hefur að mestu leyti verið dreift af Krabbameinsfélagi Reykjavíkur en
i meðfylgjandi grein er birt yfirlit um starf félagsins að tóbaksvörnum á
síðasta skólaári. L|ó»m.: Mótn.
31